5.6 C
Selfoss

Samborg heldur aðalfund í kvöld

Vinsælast

Samborg, sameiginlegt félag foreldrafélaga leik- og grunnskóla í Árborg mun halda aðalfund í kvöld, mánudag kl. 20:30. Fundurinn verður haldinn í hátíðarsal Stekkjaskóla. „Foreldrasamstarf er mikilvægur hluti af skólagöngu barna og vonumst við til að sjá sem flesta í sveitarfélaginu á þessum fundi,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Fulltrúi frá Heimili og skóla kemur og kynnir mikilvægi foreldrasamstarfs og ávinning þess fyrir komandi kynslóð. Allir foreldrar eru hvattir til þess að mæta.

Nýjar fréttir