5.6 C
Selfoss

Björgunarsveitarmaður lést í slysinu við Tungufljót

Vinsælast

Maðurinn sem lést er hann féll í Tungufljót í gær var björgunarsveitarmaður í björgunarsveitinni Kyndli í Mosfellsbæ. Hann hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson. Hann var á æfingu í straumvatnsbjörgun þegar slysið varð.

Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir harmar slysið.

„Það er mér afar þungbært að þurfa að tilkynna um að góður félagi okkar, Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, lést í slysi sem varð á æfingu í straumvatnsbjörgun í og við Tungufljót síðdegis á sunnudag.“

„Hugur minn og allra félaga í Slysavarnafélaginu Landsbjörg er með aðstandendum hans og félögum og okkar verkefni núna er fyrst og fremst að taka utan um þann hóp með allri þeirri sálrænu aðstoð sem við getum veitt, og þau vilja þiggja.“

Rannsókn slyssins er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi og félagið mun að sjálfsögðu veita alla þá aðstoð við hana sem beðið er um.

Nýjar fréttir