5.6 C
Selfoss

Banaslys við Tungufljót

Vinsælast

Maðurinn sem féll í Tungufljót nálægt Geysi fyrr í dag er látinn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Straumvatnsbjörgunarmenn náðu manninum upp úr ánni og hófu strax endurlífgunartilraunir á honum, en þær báru ekki árangur.

Aðstæður á vettvangi voru krefjandi, rigning og mikið vatnsmagn í ánni.

Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Nýjar fréttir