-1.6 C
Selfoss

Laugdælakonur hraðmótsmeistarar HSK í fjórða sinn

Vinsælast

Hraðmót HSK í blaki kvenna fór fram í íþróttahúsinu á Hvolsvelli í gær, mánudaginn 30. september. Mótið var nú haldið í 29. sinn, en það var fyrst haldið árið 1995.

Sjö lið frá Dímon/Heklu, Laugdælum, Hrunakonum og Hvöt tóku þátt. Leikjafyrirkomulagið var þannig að allir léku við alla og hver leikur var 20 mín.

Laugdælur A unnu alla sína sex leiki og urðu hraðmótsmeistarar HSK í kvennaflokki í fjórða sinn, en þær unnu síðast árið 2012. Dímon/Hekla B varð í öðru sæti með fimm sigra og hraðmótsmeistarar síðasta árs, lið Dímon/Heklu A varð í þriðja sæti með fjóra sigra. Hrunakonur urðu svo í fjórða sæti, Dímon/Hekla C í fimmta, Laugdælur B í sjötta og Hvöt í sjöunda sæti.

Nýjar fréttir