2.8 C
Selfoss

Sunnlendingar í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Vinsælast

Sunnudaginn 29. september voru haldnir tónleikar í Eldborgarsal Hörpu á vegum Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Meðal hljóðfæraleikara voru sex fyrrverandi og núverandi nemendur Tónlistarskóla Árnesinga. Þær eru 15-17 ára og hafa allar lært á fiðlu í Suzuki-námi frá 3-4 ára aldri. Þær hafa haldið hópinn allt frá upphafi tónlistarnámsins og komust allar að hjá Ungsveitinni eftir strangt prufuspil. Þær hafa verið á stífum æfingum að æfa 9. Sinfóníu Dvoràk síðan síðasta vetur. Þetta eru þær Guðrún Birna Kjartansdóttir, Sólrún Njarðardóttir, Hugrún Birna Hjaltadóttir, Bryndís Hekla Sigurðardóttir, Eyrún Huld Ingvarsdóttir, sem einnig var konsertmeistari, og Aðalheiður Sif Guðjónsdóttir.

Ljósmynd: Aðsend.

Nýjar fréttir