2.8 C
Selfoss

Fiskverslun Suðurlands fagnar 35 ára afmæli

Vinsælast

Fiskverslun Suðurlands hefur þjónað Selfyssingum og öllu Suðurlandi frá árinu 1989. Í ár fagnar verslunin 35 ára afmæli.

Í september var haldið upp á afmælið með veitingum fyrir gesti og gangandi og alls konar tilboðum. Nú býður verslunin alltaf upp á 10% afslátt af öllu í fiskborði á fimmtudögum. Einblínt er á það að vera með góða fiskrétti sem hægt er að setja beint í ofninn en einnig hefðbundinn fisk í soðið, gellur, kinnar, saltfisk og fleira. Verslunin tekur vel á móti öllum á Eyravegi 59.

Nýjar fréttir