-1.6 C
Selfoss

Fundað um Ölfusárbrú í dag

Vinsælast

Meirihluti fjárlaganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis fundar í dag með fulltrúum innviðaráðuneytis og fjármálaráðuneytis til að fara yfir stöðu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Fundurinn var boðaður í gær.

Mbl.is greinir frá þessu í dag.

Njáll Trausti Friðbertsson, formaður fjárlaganefndar, sagði í samtali við Mbl.is að staða Ölfusárbrúarverkefnisins verði kynnt á fundinum. Hann vissi ekki hvort önnur mál kæmu til umræðu.

Um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd samþykkti í sl. viku ósk um minn­is­blað frá innviðaráðuneyt­inu um stöðu Ölfusár­brú­ar­verk­efn­is­ins sem og þeirra vega­fram­kvæmda sem henni tengj­ast. Einnig er beðið um upp­færða tíma­línu fram­kvæmd­ar­inn­ar, áfall­inn kostnað, upp­færða kostnaðaráætl­un og áætlaðan fjár­magns­kostnað, en síðast þegar til áætl­un­ar­inn­ar spurðist fyr­ir ári stóð hún í 15,3 millj­örðum.

Auk þess óskar nefnd­in eft­ir upp­lýs­ing­um um hvort ástæða sé til að end­ur­skoða hönn­un­arþátt verk­efn­is­ins m.t.t. þess að hag­kvæmni þess væri sem best tryggð. Loks vill nefnd­in fá upp­lýs­ing­ar um hvernig fjár­mögn­un verk­efn­is­ins, sem gjald­taka á að standa und­ir, falli að lög­um um sam­vinnu­verk­efni um sam­göngu­fram­kvæmd­ir og næstu skref.

Nýjar fréttir