-1.6 C
Selfoss

Hannes áfram á Selfossi

Vinsælast

Hannes Höskuldsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Umf. Selfoss um tvö ár.

Fyrirliðinn Hannes Höskuldsson er 25 ára vinstri hornamaður sem alinn er upp á parketinu á Selfossi.  Hannes var fastamaður í Íslandsmeistaraliði Selfoss vorið 2019 og hefur leikið með meistaraflokki allar götur síðan.

„Það er frábært fyrir okkur og frábært fyrir meistaraflokk að hafa leiðtoga eins og Hannes með sér í liði,“ segir í tilkynningu frá Selfyssingum.

Nýjar fréttir