-1.6 C
Selfoss

Líkfundur á Reynisfjalli

Vinsælast

Lík af karlmanni fannst á Reynisfjalli á ellefta tímanum í gærkvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út þar sem ekki var hægt að nálgast líkið langleiðina.

Leitað hefur verið að Illes Benedek Incze, ungverskum ríkisborgara búsettum í Vík, frá því á mánudag. Síðast sást til hans um klukkan þrjú aðfararnótt mánudagsins 16. september. Brynja Sverrisdóttir, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi segir að ekki sé hægt að staðfesta strax hvort að líkið sem fannst sé af honum.

Nýjar fréttir