-1.6 C
Selfoss

Ný listaverk í Vélsmiðju Suðurlands

Vinsælast

Ólafur Sveinsson, listamaður, hefur hengt upp nokkrar blýantsteikningar í Vélsmiðju Suðurlands á Selfossi. Teikningarnar eru af gömlum farartækjum þar sem þau standa úti í íslenskri náttúru, án þess þó að sjáist hvar. Hvert farartæki, eins og myndirnar, segir sína sögu sem ekki er endilega vitað hver er, en þar fær ímyndunaraflið að njóta sín. Verkin eru rómantískt, félagslegt ryðgað raunsæi. Sýningin er liður í því að gera list aðgengilegri í almennum rýmum og vinnustöðum. Eins hafa verið gerðar tilraunir með listasýningar á dekkja- og bifreiðaverkstæðum. Sýningin er opin á opnunartíma Vélsmiðjunnar. Öll verkin eru til sölu.

Nýjar fréttir