4.5 C
Selfoss

Hljómsveitin Hagl gefur út nýtt lag

Vinsælast

Sunnlenska hljómsveitin Hagl gaf út nýtt lag á dögunum sem ber heitið Segðu mér. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Sunnlendingar í meirihluta og eiga rætur sínar að rekja til Selfoss, Hveragerðis, Stokkseyrar og Dalvíkur. Hljómsveitina skipa Þórir Geir Guðmundsson, Matthías Hlífar Pálsson, Tómas Smári Guðmundsson og Dagur Atlason.

Í samtali við Þóri, söngvara hljómsveitarinnar, segir hann að hugmyndin að laginu hafi komið á erfiðum sunnudegi eftir örlagaríkt kvöld á helstu krám Suðurlands. Hann og Tómas sömdu lagið. Hann segir lagið vera um stóran dreng með brotið hjarta.

Þegar Þórir er spurður um viðtökur hljómsveitarinnar grínast hann með að þær megi vera betri. „Tímaritið The Rolling Stones hefur ekki enn sett sig í samband við okkur og enginn okkar er kominn á sportbíl né snekkju.”

Strákarnir stefna á að gefa út annað lag á næstunni og vonast til þess að geta haldið tónleika í náinni framtíð.

Nýjar fréttir