1.1 C
Selfoss

Kindarleg farartæki í Gallerý Listaseli

Vinsælast

Sigrún Lilja Einarsdóttir er listamaður mánaðarins í Gallerý Listaseli. Yrkisefni hennar að þessu sinni eru gömul en vel þekkt farartæki, ásamt kindarlegu ívafi, en sauðkindin er sjaldan langt undan í listsköpun Sigrúnar, hvar meginmiðillinn er akrýl með blandaðri tækni á striga, ásamt tilvísun í íslenska náttúru.

Sigrún er borin og barnfædd í Þórisholti í Mýrdal, prófessor við Háskólann á Bifröst og búsett í Laugarási í Biskupstungum.

Sýningin mun standa yfir í september og verður formleg opnun sunnudaginn 8. september kl. 14:00 – 16:00.

Gallerý Listasel er opið þriðjudaga til föstudaga kl. 12:00 – 18:00 og laugardaga og sunnudaga kl. 12:00 – 16:00.

Nýjar fréttir