6.7 C
Selfoss

Ungir heimastrákar skrifa undir meistaraflokkssamning

Vinsælast

Á dögunum skrifuðu nokkrir af efnilegustu leikmönnum Selfoss undir meistaraflokkssamning við Selfoss Körfu. Þrátt fyrir að vera ungir að árum hafa flestir þeirra nú þegar fengið smjörþefinn af meistaraflokksbolta og staðið sig vel. Í ár mun Selfoss Karfa tefla fram tveimur karlaliðum, annað liðið leikur í 1. deild og hitt liðið hefur leik í 3. deild. Með þessum hætti standa vonir til að efnilegir leikmenn öðlist aukna reynslu í meistaraflokksbolta, sumir þeirra í báðum deildum.

Leikmennirnir eru allir fæddir 2006 og hafa verið í toppbaráttu í sínum árgangi upp yngri flokkana, en þeir eru Ari Hrannar Bjarmason, Birkir Máni Sigurðarson, Fróði Larsen, Gísli Steinn Hjaltason, Sigurður Darri Magnússon, Sigurður Logi Sigursveinsson, Tristan Máni Morthens og Unnar Örn Magnússon.

2007 árgangurinn skrifaði einnig nú í sumar undir tveggja ára leikmannasamning og treystir Selfoss Körfu fyrir sinni vegferð. Um er að ræða sex efnilega leikmenn sem léku allir upp fyrir sig í aldri með 12. flokknum á síðasta tímabili. Reyndar tóku þeir þátt í bikarkeppni síns árgangs þegar þeir unnu stórsigur í fyrstu umferð á Sauðárkróki. Í næstu umferð náðu þeir að velgja sigursælu liði Stjörnunnar verulega undir uggum en niðurstaðan varð þó tap í spennandi leik. Í vetur munu tvö lið frá Selfoss Körfu taka þátt í 12. flokki, þar sem allir fæddir 2007 eru á yngra ári. Þeir leikmenn sem skrifuðu undir samning eru: Fjölnir Þór Morthens, Guðni Páll Sævarsson, Hafþór Elí Gylfason, Halldór Halldórsson, Jóhannes Haukur Kristjönuson og Pétur Hartmann Jóhannsson.

„Framtíðin er björt með alla þessa efnilegu ungu menn innanborðs,“ segir í tilkynningu frá Selfyssingum.

Nýjar fréttir