8.4 C
Selfoss

Rafmagnsbilun í Vík í Mýrdal

Vinsælast

Alvarleg rafmagnsbilun er í gangi í Vík og Mýrdal. Samkvæmt tilkynningu frá RARIK er búið að staðsetja bilunina og unnið er að viðgerðum.

Rafmagnið fór af Vík og stórum hluta Mýrdals um kvöldmatarleytið í gær og var strax farið í að koma varaafli á svæðið.

Unnið er að því að koma meira varaafli á svæðið en rafmagn ætti að vera komið á Vík og aðgerðir standa nú yfir við að byggja upp sveitakerfið í Mýrdal og búast má við að varaaflskeyrslur standi yfir næsta sólarhringinn.

Viðskiptavinir eru beðnir að fara sparlega með rafmagn svo varaaflkeyrsla gangi sem best en búast má við frekari truflunum og mögulegum skömmtunum.

Nýjar fréttir