6.7 C
Selfoss

Hópur drengja réðst á annan dreng á Selfossi

Vinsælast

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar slagsmál ungmenna sem fóru fram í gærkvöld við Ölfusárbrú á Selfossi. Talið er að hópur manna hafi ráðist að einum á meðan nokkrir fylgdust með. Er talið að árásin hafi verið skipulögð þar sem gerendur og áhorfendur voru grímuklæddir með hettur. Þeir flúðu vettvang áður en lögreglan kom á svæðið. Kemur þetta fram á íbúasíðunni Íbúar á Selfossi á Facebook.

Ekki tókst að hafa uppi á árás­ar­mönn­un­um en fórn­ar­lambið, ung­ur maður, þurfti að leita á sjúkra­stofn­un eft­ir árás­ina.

Nýjar fréttir