8.4 C
Selfoss

Bergrós fimmta besta í heiminum

Vinsælast

Selfyssingurinn Bergrós Björnsdóttir lenti í fimmta sæti í sínum aldursflokki á heimsleikum unglinga í CrossFit um helgina. Hún var í flokki kvenna 16-17 ára. Keppnin fór fram í Michigan í Bandaríkjunum.

Keppt var í átta greinum og stóð Bergrós sig mjög vel í nokkrum þeirra. Hún sigraði þriðju greinina, sem voru ólympískar lyftingar, en hún lyfti samtals um 197 kílóum. Hún lenti í sjötta sæti í tveimur greinum, sjöunda í einni og áttunda í annarri. Í hinum greinunum var hún í 13. sæti eða neðar.

Er þetta glæsilegur árangur hjá Bergrós og framtíðin er björt á þessu sviði.

Nýjar fréttir