8.4 C
Selfoss

Töluverð gosmóða á suðvesturhluta landsins

Vinsælast

Töluverð gosmóða mælist á suðvesturhluta landsins í dag. Loftgæðamælar í Hveragerði og á Selfossi mæla þónokkra loftmengun. Viðkvæmir einstaklingar með astma eða aðra undirliggjandi lungna- og/eða hjartasjúkdóma geta fundið fyrir einkennum eins og hósta, ertingu í augum, koki og nefi. Mælt er með að forðast áreynslu utandyra og börn ættu ekki að vera úti við nema til að komast til og frá skóla. Einnig er gott að slökkva á loftræstingu.

Nýjar fréttir