8.4 C
Selfoss

Keppir á heimsleikum unglinga í CrossFit

Vinsælast

Selfyssingurinn Bergrós Björnsdóttir er meðal þeirra sem keppa á heimsleikum unglinga í CrossFit í Michigan í Bandaríkjunum. Leikarnir hefjast í dag og standa til 1. september.

Bergrós var ung þegar hún stimplaði sig inn í CrossFit-heiminn. Hún er með efnilegri iðkendum á Íslandi og er á heimsmælikvarða í sínum aldursflokki. Hún keppir í flokki sextán til sautján ára og er þetta í síðasta sinn sem hún er gjaldgeng á leikana. Hún lenti í þriðja sæti á heimsleikum unglinga árið 2023 og stefnir hún aftur á verðlaunasæti í ár.

Hægt verður að fylgjast með leikunum í beinni útsendingu á Youtube-síðu Pit Media. https://www.youtube.com/@BrockYost-dz6xh 

Nýjar fréttir