8.4 C
Selfoss

Jónas Karl áfram með Selfoss í handboltanum

Vinsælast

Jónas Karl Gunnlaugsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Umf. Selfoss um tvö ár.

Jónas er skemmtilegur miðjumaður, snöggur á fótunum og óhræddur. Þessi ungi Selfyssingur lék stórt hlutverk með U-liði Selfoss í vetur þar sem hann skoraði 61 mark í 16 leikjum ásamt því að koma aðeins inn í meistaraflokk.

“Í vetur mun Jónas Karl stíga sín fyrstu alvöru spor með meistaraflokki og óhætt að segja að það verði spennandi að fá að fylgjast með,” segir í tilkynningu frá Selfyssingum.

Nýjar fréttir