8.4 C
Selfoss

Tónleikar í Hlöðunni á Kvoslæk

Vinsælast

Lokaviðburður menningardagskrár sumarsins á Kvoslæk fer fram sunnudaginn 1. september kl. 15.00. Þar mun Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari koma fram með 14 strengjaleikurum undir stjórn Hjartar Páls Eggertssonar. Á tónleikunum verður frumflutt verkið Cantus II, sem tónskáldið John A. Speight samdi sérstaklega fyrir Rut, ásamt Divertimento nr. 3 eftir W.A. Mozart. Rut starfaði lengi með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kammersveit Reykjavíkur, þar sem hún kom margoft fram sem einleikari. Hjörtur Páll hljómsveitarstjóri lauk nýverið mastersnámi við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Hann hefur komið fram sem sellóleikari á ýmsum kammertónlistarhátíðum í Evrópu, leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins.

Miðasala verður við innganginn og kaffi verður í boði að loknum tónleikum.

Nýjar fréttir