8.4 C
Selfoss

Anton Breki framlengir við Selfoss

Vinsælast

Anton Breki Hjaltason hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Umf. Selfoss um tvö ár.

Anton Breki er einn af uppöldu efnilegur strákunum okkar. Hann er hávaxin rétthent skytta og var hluti af gríðarskemmtilegu U-liði Selfyssinga síðasta vetur ásamt því að fá sínar fyrstu mínútur með meistaraflokki. Þá var Anton valinn leikmaður ársins í 3. flokki í vetur, afreksmaður ársins í akademíunni ásamt því að útskrifaðist úr Handknattleiksakademíu Selfoss.

Það verður spennandi að fylgjast með Antoni taka næstu skref á sínum handboltaferli með ungu og spennandi Selfossliði í Grill 66 deildinni í vetur.

Nýjar fréttir