8.4 C
Selfoss

Aldrei fleiri á Blómstrandi dögum

Vinsælast

Gleðin skein úr hverju andliti í Hveragerði um liðna Helgi þegar Blómstrandi dagar voru haldnir í 29. sinn. Hátíðin fór einstaklega vel fram og hefur fjöldi fólks aldrei verið meiri í bænum í tengslum við Blómstrandi daga. Það stendur upp úr eftir helgina hvað hátíðin gekk vel og hversu mikil gleði og ánægja var í loftinu. Við getum sannarlega verið glöð og þakklát fyrir að mörg þúsund manns hafi skemmt sér í sátt og samlyndi í þá fjóra daga sem hátíðin varði.

Kátir krakkar í Hveragerði.

Blómstrandi dagar eru fjölskylduhátíð og því mikið lagt upp úr því að allir aldurshópar finni eitthvað við sitt hæfi.

Fjölmargir listamenn stigu á stokk á Blómstrandi dögum þetta árið og má þar nefna Herra Hnetusmjör, Siggu Beinteins, Teit, KK, VÆB og Gunna Óla en þá er fátt eitt talið.

Blómaballið stóð fyrir sínu eins og venjulega en þar sýndu Blaz Roca, Gunni Óla, Hreimur og Unnur Birna sínar bestu hliðar ásamt hljómsveit. Það var enginn svikinn af fjörinu þar.

Ekki má svo gleyma hinum árlega Ísdegi Kjörís sem fór fram við Kjörís á laugardaginn en þangað lagði fjöldi fólks leið sína til að njóta skemmtiatriða og íss með alls kyns bragðtegundum.

Aldís Hafsteinsdóttir, Sunneva Einarsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Sigurbjörg Hafsteinsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir.

Við viljum gjarnan nýta þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við að gera hátíðina og dagskrána svona glæsilega. Einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök í bænum hafa lagt sitt af mörkum með hinum ýmsu viðburðum, veitingum og uppákomum, að ógleymdum öllum skreytingunum sem settu svo mikinn svip á hverfi bæjarins. Blómstrandi dagar eru hátíð allra Hvergerðinga og það gerir hana svo einstaka.

Við erum strax farin að hlakka til að fagna 30 ára afmæli Blómstrandi daga árið 2025.

Fréttatilkynning frá Hveragerðisbæ

Nýjar fréttir