8.4 C
Selfoss

Engin núll á sögufrægu tombólunni í Grímsnesi

Vinsælast

Fjölskyldu- og sveitahátíðin Grímsævintýri verður haldin laugardaginn 24. ágúst að Borg í Grímsnesi og hefst kl. 13. Að vanda ættu öll að finna sér eitthvað við hæfi þar sem dagskráin er fjölbreytt.

Tombólan sögufræga verður á sínum stað, markaður í íþróttamiðstöðinni og í Blúndukaffinu verður hægt að næla sér í eitthvað gott. Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir börn, Leikfélagið Borg fer á kreik, klifurturn skátanna verður á svæðinu, Hjálparsveitin Tintron sýnir búnað og tæki, Sirkus Ananas bregður á leik og frítt er í sundlaugina á meðan á hátíð stendur.

Grímsævintýri hafa verið haldin frá árinu 2010 en hátíðin varð til í kringum árlega tombólu Kvenfélags Grímsneshrepps sem hefur verið haldin síðan 1926. Allur ágóði tombólunnar rennur til góðra málefna og rétt er að það komi fram að á þessari tombólu eru engin núll.

Nýjar fréttir