1.7 C
Selfoss

Umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Árborgar afhentar

Vinsælast

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar afhenti um sl. helgi umhverfisviðurkenningar ársins 2024.

Umhverfisnefndin kallaði eftir tillögum frá íbúum í eftirfarandi flokkum: Fallegasti garðurinn, snyrtilegasta fyrirtækið eða stofnun, fallegasta gatan og framlag til umhverfismála.

Fjöldi tilnefninga kom inn frá íbúum Árborgar. Nefndarmenn fóru yfir tilnefningarnar og kusu á endanum milli þeirra sem komu helst til greina í hverjum flokki.

Viðurkenningarnar skiptast eftirfarandi árið 2024

Fallegasta gatan er Grundartjörn

Elsti íbúinn, Kristín B. Hálfdánardóttir, 83 ára í Grundartjörn 7, og yngsti íbúinn, Ísold Esther Sindradóttir, 14 mánaða í Grundartjörn 12, afhjúpuðu skiltið við enda götunnar ásamt Daníel Leó Ólasyni, formanni umhverfisnefndar.

Grundartjörn var valin þar sem götumyndin er gróin og vel hirt. Við götuna eru fallegir og snyrtilegir garðar sem saman mynda fallega heild.

Grundartjorn-2024Fallegasti garðurinn er að Laxalæk 36 á Selfossi

Við Laxalæk búa Heiðar Helguson og Margrét Ósk Brynjólfsdóttir.

Garðurinn var tilnefndur og kom m.a. fram að garðurinn væri vel hannaður og gróinn í líflegum og skemmtilegum sælureit.

Laxalaekur-2024

Framlag til umhverfsmála er veitt Elínu Birnu Bjarnfinnsdóttur á Eyrarbakka

Elín Birna tók upp á því að hreinsa rusl í umhverfinu allt í kringum Eyrarbakka og að byggðinni við Selfoss. Auk þess hefur hún snyrt beð, klippt gróður, slegið gras og lagað til í umhverfinu víða á Eyrarbakka.

Þetta hefur hún gert upp á sitt eindæmi og að eigin frumkvæði sem er eftirtektarvert. Óhætt er að segja að þetta framtak hafi vakið mikla athygli og sýni ríka ást hennar til samfélagsins sem hún býr í.

Umhverfisverdlaun_elin-birna

Fallegasta stofnunin er hjúkrunarheimilið Móberg sem er staðsett við Árveg á Selfossi

Hjúkrunarheimilið Móberg var tekið í notkun árið 2022 og er tveggja hæða hringlaga bygging með inngarði í miðju hringsins. Heimilið er rekið af Heilbrigðisstofnun Suðurlands og eru hjúkrunarrýmin 60 talsins og skiptast í fimm heimiliseiningar.

Hugmyndin byggir á hringlaga formi sem umvefur heimilið og rammar inn starfsemina. Unnið er út frá þeim kostum sem þetta byggingarform gefur hvað varðar sjónræna tengingu inn á sameiginleg svæði, fjallahringinn og næsta umhverfi.

Verður viðurkenningin til Móbergs afhent formlega síðar í ágúst.

Nýjar fréttir