8.4 C
Selfoss

Rangárþing ytra endurnýjar samninga við Hestamannafélagið Geysi

Vinsælast

Rangárþing ytra hefur endurnýjað samning sinn við Hestamannafélagið Geysi. Þjónustusamningunum er gert að efla samstarf milli Rangárþings ytra og félaganna í sveitarfélaginu og tryggja öflugt íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarf fyrir börn og unglinga.

Samningnum er ætlað að tryggja og styrkja enn frekar starfsemi félagsins, enda er sveitarfélagið þeirrar skoðunar að það sinni öflugu og viðurkenndu íþrótta- og forvarnarstarfi.

Fyrir utan árlega greiðslu fær félagið greitt fyrir Íslandsmeistara- og alþjóðlega titla eins og Norðurlanda-, Evrópumeistara- og heimsmeistaratitla í íþróttagrein sem viðurkennd er af ÍSÍ.

Samningurinn gildir út árið 2027.

Nýjar fréttir