6.7 C
Selfoss

Viltu vinna 400 milljarða!

Vinsælast

Í ágætri grein sem rituð var fyrir nokkru af Antoni Biedvelt færir hann sönnur á að með upptöku evru á Íslandi myndi þjóðin hagnast um 400 milljarða á ári. Vextir á evrunni eru um 2% en á íslensku krónunni þeir hæstu í Evrópu eða rúmlega 10%. Það má gera ýmislegt fyrir þessa peninga sem eru um 70 þúsund kr. á mánuði á hvert meðalheimili á Íslandi. Ef þetta þýðir að við verðum að ganga í Evrópusambandið er það hið besta mál. Evrópusambandið, sem er félagsskapur mestu lýðræðisríkja heims, hefur svo lýðræðisleg lög að ef eitt af ríkjunum segir nei í atkvæðagreiðslu er málið fallið. Það þríhöfða afturhald sem nú ræður Íslandi, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn, sem nú mælast með afar lélegt fylgi, voru nýlega spurðir í sjónvarpsviðtali hvort þeir myndu styðja þá þingsályktunartillögu Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata að teknar yrðu upp þær inngönguviðræður sem V.G. tókst að stöðva á sínum tíma, á langt komnar. Yrði þjóðaratkvæðagreiða um hvort svo yrði gert. 

Nú finnst mér að þjóðaratkvæðagreiðsla sé mesta lýðræðið. Aðspurðir í sjónvarpsviðtali sögðu bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsókn nei, en Vg var aðeins skárri, sögðust samþykkja en væru alfarið á móti aðild. Yrði þessi tillaga samþykkt, sem ekki verður, yrðu viðræður kláraðar og þjóðaratkvæðagreiðsla um niðurstöðuna. Flokkar sem neita þjóðaratkvæðagreiðslu en eru einfaldlega ekki lýðræðisflokkar.

Hvernig getum við losnað úr þessari afturhaldsúlfakreppu? Það er ekki sýnilegt á þessari stundu, það verður aðeins gert með vilja þjóðarinnar. Ætlar hún að búa endalaust við þetta þríhöfða afturhald?

Skrifað í júlí 2024.

Sigurjón Erlingsson

Nýjar fréttir