6.1 C
Selfoss

Miklar skemmdir unnar á Lystigarðinum í Hveragerði

Vinsælast

Verulegar skemmdir hafa orðið á grasflötinni í Lystigarðinum í Hveragerði vegna aksturs á vespum eða sambærilegum ökutækjum. Grasflötin er sérstaklega viðkvæm í rigningunni sem einkennt hefur síðustu vikur og virðast þær aðstæður hafa laðað að skemmdarvarga sem hafa ánægju af að eyðileggja þennan fallega garð. Nýlega lauk garðyrkjudeild bæjarins við að þökuleggja í sár í garðinum en nú er mikið af þeirri vinnu farið til spillis. „Ef fram heldur sem horfir þá verður þessi grasflöt endanlega að svaði og mun þá ekki nýtast til hátíðarhalda eins og verið hefur og Lystigarðurinn ekki sama prýði sem við höfum verið stolt af,“ segir í tilkynningu frá Hveragerðisbæ.

Þá segir að þetta sé langt frá því að vera í fyrsta skipti sem skemmdarverk hafi verið unnin á grasflötinni en að líklegast séu þessi þau verstu hingað til. Bæjaryfirvöld í Hveragerði hvetja einstaklinga sem gætu haft upplýsingar um hver hafi verið að verki til að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi með því að senda tölvupóst á sudurland@logreglan.is.

Nýjar fréttir