Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðalanga sem, vegna vegalokana á Mýrdalssandi, freistuðu þess að komast Fjallabaksleið vestur fyrir Mýrdalsjökul síðdegis á sunnudag.
Töluverð umferð varð um þessa leið og var einhverjum snúið frá sökum þess að bifreið viðkomandi gæti lent í erfiðleikum, sérstaklega þar sem á leiðinni eru óbrúaðar ár og töluverðir vatnavextir voru á þessum slóðum. Draga þurfti þó nokkra bíla úr Hólmsá og voru þrír bílar skildir eftir við vaðið, þar af einn rafmagnsbíll sem var óökuhæfur.