-2.7 C
Selfoss

Bergrós og Annie Mist sigruðu í parakeppni Reykjavíkurleikanna

Vinsælast

Selfyssingurinn Bergrós Björnsdóttir og CrossFit-goðsögnin Annie Mist Þórisdóttir sigruðu örugglega í öllum keppnisgreinunum í parakeppni Reykjavíkurleikanna í CrossFit sem sýndir voru í beinni útsendingu á RÚV þann 28. janúar síðastliðinn.

Bergrós, sem er aðeins 15 ára gömul fékk þann heiður að keppa við hlið einnar stærstu Crossfit stjörnu heims. Annie Mist er tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit og var það frábært tækifæri og mikil reynsla fyrir Bergrós að keppa með Annie sér við hlið.

Bergrós keppti í unglingaflokki á sínum fyrstu heimsleikum árið 2022 og stefnir ótrauð á að komast aftur í ár.

Hægt er að horfa á upptöku af Reykjavíkurleikunum sem þær stöllur rúlluðu upp hér!

Annie Mist og Bergrós. Mynd: Aðsend.

Nýjar fréttir