0.6 C
Selfoss

Töfrandi bjórlesk sýning í Ölverk

Vinsælast

Ölverk Pizza og Brugghús kynnir glænýja tegund af jólaskemmtun fyrir alla einstaklinga, 20 ára og eldri, sem hafa gaman af undrum mannslíkamans og holdlegu gríni . 

Laugardaginn 10. desember í nýjum sal Ölverk, Bjórgerði, verður í fyrsta sinn á Suðurlandi boðið upp á Bjórlesk sýningu, sannkallað jólahlaðborð fullorðinsskemmtiatriða sem verður sneisafullt af þokka, gleði, daðri og töfrum.

Eftirfarandi hópur mun fram koma á þessari hátíðlegustu jólaskemmtun Suðurlands og þótt víðar væri leitað: 

Dansmærin Bobbie Michelle, sirkus folinn Dan the Man, burlesk drottningin Margrét Maack og ástralska dragdrottningin Enter Serenity.

Bjórlesk sýningin mun hefjast stundvíslega klukkan 21:00 

Nauðsynlegt er að tryggja sér miða tímanlega inn á www.tix.is (undir leitarorðinu Bjórlesk)

Til þess að fá mest út úr kvöldstundinni er tilvalið fyrir gesti að mæta snemma á Ölverk fyrir sýninguna og bragða á desember matseðlinum en  jólapizzur og jóladrykkir að hætti Ölverk klikka aldrei.

Nýjar fréttir