2.8 C
Selfoss

Samvinna til farsældar í Árborg

Vinsælast

Samfylkingin í Árborg hefur tekið þátt í að fylkja saman fólki úr fjórum hreyfingum sem myndað hafa meirihluta í bæjarstjórn Árborgar á því kjörtímabili sem lýkur í vor. Samstarfið hefur gengið mjög vel, skoðanir stundum verið skiptar, en alltaf viljinn til að sættast á sameiginlega lausn. Þannig á lýðræði að virka. Fólk kemur sitt úr hverri áttinni með mismunandi hugmyndir og áherslur og ber það traust og virðingu fyrir hvert öðru að geta náð saman um lausnir. 

Það er ekkert erfiðara fyrir 5 manneskjur úr 4 flokkum að vinna saman, heldur en fyrir 5 manneskjur úr jafnmörgum flokkadráttum í einum flokki. Svo er það bara svo miklu heilbrigðara að fá að borðinu fólk sem endurspeglar mikla breidd og veitir hvert öðru aðhald, heldur en einsflokks ráðríki.

Nú hefur verið samþykkt að fjölga bæjarfulltrúum í Árborg úr 9 í 11, í samræmi við lög um fjölda bæjarfulltrúa þar sem íbúar eru fleiri en 10.000. Samfylkingin hlakkar til að takast á við það verkefni á nýju kjörtímabili að vinna áfram með fólki sem kemur úr mismunandi stjórnmálahreyfingum og hvetur til breiðrar samfylkingar áfram í Árborg. 

Við erum núna að taka á móti fólki sem vill gefa kost á sér í framboð fyrir Samfylkinguna og endanlegur listi verður samþykktur á félagsfundi síðar í mars. Nú er tækifæri til að gefa kost á sér, til að koma með tilnefningar og til að ganga í Samfylkinguna og hafa þar áhrif.

Nýjar fréttir