0.6 C
Selfoss

Glæsilegt Gróðurhús opnað í Hveragerði

Vinsælast

Mikill erill er búinn að vera í Gróðurhúsinu í Hveragerði síðan staðurinn opnaði dyr sínar formlega á fimmtudeginum í síðustu viku. Margir hafa beðið spenntir eftir þessari opnun en í Gróðurhúsinu má finna hótel, mathöll, kaffihús, ísbúð og verslun, allt á einum.

Mathöll Suðurlands er á fyrstu hæðinni en þar eru hinir stórglæsilegu veitingastaðir Pönk Fried Chicken, Wok On, Yuzu, Tacovagninn og Hipstur. Á fyrstu hæð má einnig finna kaffihúsið The Greenhouse Café, Nýlendubarinn, matarmarkaðinn Me & MU, ísbúðina Bongó og verslun Epal, Herrafaraverslun Kormáks og Skjaldar og verslun Álafoss. Í kjallaranum verður svo verslun fyrir ferðamenn, Shop Icelandic.

Á annari og þriðju hæð Gróðurhússins er 49 herbergja hótel. Gufa og heitir pottar eru á norðurhlið hússins á þriðju hæð fyrir hótelgesti til að slaka á. Lögð er áhersla á sjálfbærni en verið er að vinna í BREEAM-vottun á húsið.

Greinilegt er að mikill metnaður hefur verið lagður í staðinn og virðist fólk almennt taka honum fagnandi, ef marka má andlit gestanna þegar blaðamaður leit við um helgina.

Nýjar fréttir