1.7 C
Selfoss

Jólagjöf sem gleður – Undir jólatréð á Bókasafni Árborgar

Vinsælast

Sjóðurinn góði úthlutar styrkjum fyrir jólin til einstaklinga og fjölskyldna sem eiga í fjárhagserfiðleikum.

Eins og undanfarin ár mun Kvenfélag Selfoss í samvinnu við Bókasafn Árborgar á Selfossi taka á móti jólagjöfum sem úthlutað verður til barna styrkþega Sjóðsins góða. Jólatréð verður í bókasafninu frá 1. desember

Vegna umhverfissjónar-miða eru endurunnir heima-saumaðir jólapokar fyrir jólagjafirnar fyrir þá sem þess óska, og munu þeir liggja frammi í bókasafninu, gegn vægu gjaldi, kr. 300 sem einnig renna í Sjóðinn góða. Gefendur eru hvattir til að nýta þessa poka. Pokarnir eru eingöngu ætlaðir fyrir Sjóðinn góða. Merkispjöld verða á staðnum og merkja þarf gjafirnar með kyni og aldri eftir því sem við á.

Síðasti skiladagur jólagjafa á bókasafnið er 14. desember.

Bókasafn Árborgar og Kvenfélag Selfoss

Nýjar fréttir