-0.5 C
Selfoss

Stjörnur á ferð í Bókakaffinu

Vinsælast

Harpa Rún, Megas og Andri Snær Magnason verða meðal þeirra sem lesa í Bókakaffinu í kvöld, 12. des. Húsið verður opnað klukkan 20 og upplestur hefst 20:30. Bækur á tilboðsverði og notaleg jólastemning.

Andri Snær kynnir hér metsölubókina Um tímann og vatnið sem fjallar um þær grundvallarbreytingar sem yfirvofandi eru.

Harpa Rún Kristjánsdóttir ljóðskáld les úr verðlaunabók sinni Eddu sem fjallar um samsvörun þess sem gerist þegar líf kviknar og líf slokknar.

Megas les uppúr frægri skáldsögu sinni Björn og Sveinn sem er marglaga Íslandssaga sögð af teprulausri orðkynngi sem á engann sinn líka.

Skúli Thoroddsen lögfræðingur les úr bók sinni Ínu sem fjallar um sögufrægt slys í Öskjuvatni fyrir liðlega hundrað árum.

Hrafn Andrés Harðarson Kópsvogsskáld les úr ljóðabók sinni Þaðan er enginn.

Síðast en ekki síst les Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir fræðimaður úr bók sinni Lífgrös og leyndir dómar sem fjallar um íslenskar lækningajurtir fyrr og nú.

 

Random Image

Nýjar fréttir