Í gærdag voru sjúkrafluttningamenn frá HSU og björgunarsveitir af svæði 16 kallaðar út vegna erlends ferðamanns sem hafði fallið við göngu nærri Gígjökli á Þórsmerkursvæðinu.
Maðurinn sem var virða fyrir sér náttúruna féll þegar jarðveg tók að skríða undan fótum hans með þeim afleiðingum að hann hlaut áverka á fæti. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og flutti mannin á Landspítala háskólasjúkrahús til aðhlynningar. Maðurinn er ekki talinn í lífhættu.
í tilkynningunni segir að lögregla vilji beina því til fólks að halda sig við merktar gönguleiðir og sýna sérstaka aðgát sé farið er um svæði sem fólk þekkir ekki.