11.7 C
Selfoss

Fjórir slasaðir eftir umferðarslys við Skóga

Vinsælast

Fjórir voru fluttir á sjúkrahús af vettvangi umferðarslyss sem varð við afleggjarann að Skógum undir Austur-Eyjafjöllum í morgun. Um var að ræða olíuflutningabíl og fólksbíl. Allir fjórir voru farþegar í fólksbíl sem lenti í árekstri við olíufugningabíl. Á fb-síðu lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að ökumaður olíuflugningabílsins sé ómeiddur og að ekki sé hætta á olíuleka frá bílnum. Lögreglumenn eru að ljúka rannsóknarvinnu á vettvangi en búast má við umferðartöfum áfram vegna vinnu við að fjarlægja ökutækin. Óvíst er hversu langan tíma sú vinna tekur.

Nýjar fréttir