-2.7 C
Selfoss

Erla Sigríður nýr formaður Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu

Vinsælast

Á aðalfundi Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu sem haldinn var í 20. mars sl. var kosið í nýja stjórn. Erla Sigríður Sigurðardóttir var kjörin nýr formaður. Erla sem setið hefur í stjórn tekur við af Margréti Ýrr Sigurgeirsdóttir sem gaf ekki kost á sér áfram en hún hefur verið formaður síðastliðinfjögur ár. Þrír nýir félagar voru kosnir í stjórn en það voru Eiður Smári Valsson, Halldór Árnason og Smári Sigurgrímsson. Í stjórn hættu auk Margrétar þau Elva Árnadóttir og Styrmir Grétarsson. Um leið og nýja stjórnin var boðin velkomna til starfa varer fyrri stjórnarmönnum þakkað fyrir vel unnin störf.

Tveir félagar fengu viðurkenningu fyrir ómetanleg störf í þágu sveitiarinnar í fjölda ára en það voru þeir Bjarni Arnþórsson og Sigurgeir Guðmundsson sem bættust í hóp heiðursfélaga Flugbjörgunarsveitiarinnar á Hellu.

Nýjar fréttir