12.3 C
Selfoss
Home Fréttir Vetrarlistamaður MFÁ heiðraður

Vetrarlistamaður MFÁ heiðraður

0
Vetrarlistamaður MFÁ heiðraður
Hótel Selfoss.

Fimmtudaginn 16. nóvember næstkomandi kl. 20 mun Myndlistarfélag Árnessýslu heiðra vetrarlistamann Myndlistarfélagsins á Hótel Selfossi. Þann sama dag er fyrsti langi opnunardagur verslana á Selfossi en þá verður opið til kl. 22:00. Myndir vetrarlistamannsins verða settar upp í lobbyi hótelsins í stað mynda Bjarna H. Joensen sem verið hefur sumarlistamaður MFÁ.

Við opnunina verður flutt tónlistardagskrá, þar sem Ester Ólafsdóttir kemur með fjóra nemendur sína, frá Tónlistarskóla Árnesinga, en þau eru: Júlía Lis Svansdóttir, Lilja Rós Júlíusdóttir, Margrét Guangbing Hu og Pétur Nói Stefánsson. Þau eru öll að læra að leika á píanó hjá henni. Einnig kemur Örlygur Atli Guðmundsson ásamt Karlakór Hveragerðis, en kórinn er einn af yngri karlakórum landsins. Aldrei að vita nema þeir taki lagið á undan hinni eiginlegu dagskrá. Hótelið býður upp á kaffi eins og venjulega.