1.1 C
Selfoss

Kynningarmyndband Midgard Adventure hlaut alþjóðleg verðlaun

Vinsælast

Kynningarmyndband íslenska ferðaþjónustufyrirtækisins Midgard Adventure á Hvolsvelli hlaut á dögunum verðlaun á International Istanbul Tourism Film Festival. Myndbandið hlaut verðlaun í flokki „Sport Tourism”.

Að sögn Sigurðar Bjarna Sveinssonar, stofnanda og eins eiganda Midgard Adventure var myndbandinu ætlað að kynna þjónustu fyrirtækisins og þá einstöku náttúrufegurð sem Ísland býr yfir. „Við vildum sýna hverslags fegurð er í bakgarðinum okkar hér á Hvolsvelli. Við þurfum ekki að fara langt til að vera komin inn á Fjallabak í Þórsmörk eða Landmannalaugar. Við höfum fengið frábær viðbrögð við myndbandinu og þessi verðlaun eru góð hvatning,” segir Sigurður Bjarni.

Myndbandið var unnið í samstarfi við Rozle Bregar, félaga Sigurðar frá Slóveníu. Þeir Rozle eru báðir miklir útivistarmenn og þarna fengu þeir tækifæri til að sameina vinnuna og helsta áhugamál sitt.

„Samstarfið gekk mjög vel og því ákváðu við að fara í annað samstarf,” segir Sigurður. Rozle og teymið hans er því statt hér á landi þessa dagana við tökur á efni fyrir Midgard Base Camp sem var opnað fyrir á þessu ári. „Með Midgard Base Camp höfum við náð takmarki okkar að verða miðstöð ævintýra ferðamennsku á Suðurlandi. Í Midgard Base Camp er gistiaðstaða, veitingastaður, bar og verslun. Þessi rekstur styður vel við ævintýraferðirnar sem við bjóðum upp á hjá Midgard Adventure og gefur gestum okkar færi á að búa hjá okkur á sama tíma og þau njóta með okkur ferða”.

Midgard Base Camp var opnað í maí á þessu ári og hefur fengið mjög góðar umsagnir viðskiptavina. „Við hvetjum sem flesta að kíkja til okkar í heimsókn og kynnast starfseminni hér og þá sérstaklega veitingastaðnum. Við höfum heyrt frá heimafólki og íslenskum ferðalöngum að veitingastaðurinn sé kærkominn valkostur þegar kemur að mat, því sjoppumaturinn verður oft þreyttur”, Segir Sigurður Bjarni.

Áhugaverðir linkar:

Verðlaunamyndband Midgard Adventure á Vimeo

Heimasíða Midgard Adventure

 

Nýjar fréttir