Forsala á Selfossþorrablótið gengur vel

Hergeir Kristgeirsson verður heiðursgestur á Selfossþorrablótinu.
Hergeir Kristgeirsson verður heiðursgestur á Selfossþorrablótinu.

Forsalan á 16. Selfossþorrablótið er í fullum gangi í Gallerí Ozone og stefnir í gott blót. Heiðursgestur Selfossþorrablótsins að þessu sinni verður Hergeir Kristgeirsson. Hergeir er rótgróinn Selfyssingur og starfði lengst af í Lögreglunni í Árnessýslu. Af því tilefni voru honum færðir fyrstu miðarnir á blótið sem fram fer um aðra helgi í Íþróttahúsi Vallaskóla laugardagskvöldið eða 21. janúar n.k.