2475

4 Miðvikudagur 14. nóvember 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Útgefandi: Dagskráin,Eyravegi25,800Selfoss, sími4821944, fax4822835 ,dagskrain@prentmet.is. Ritstjóri: ÖrnGuðnason, sími8560672 ,orng@prentmet.is. Blaðamaður: GunnarPállPálsson, sími8560673, gunnarp@prentmet.is. Auglýsingar: KatlaHarðardóttir, sími4821944 ,katla@prentmet.is Dagskráinkemurútáhverjum miðvikudegi.Alltefniogauglýs- ingarberist íPrentmet,Eyravegi25, Selfossi, fyrirhádegiámánudögum. Upplag9700eintök. Dreiftókeypis íallar sýsluraustan Hellisheiðar.Dagskráineraðiliað samtökumbæjar-oghéraðsfréttablaða. ISSN 1670-407X Svansmerkið, Prentgripur, 1041 0858 Ég vil skora á æskufélaga minn og vin Steindór Guðmundsson að deila með ykkur einhverjum girnilegum réttum eða góðum grillráðum í næstu viku. Veit að hann á ekki í vandræðum með það. Matgæðingar eru beðnir að senda á dagskrain@prentmet.is uppskrift ásamt mynd af sér eigi síðar en á sunnudegi. Matgæðingur vikunnar er Guðfinna Tryggvadóttir. Ég vil þakka henni Eyju vin- konu minni fyrir áskorunina, er samt farin að efast um að hún gluggi mikið í Dagskrána þ.s. Trausti minn var matgæðingur vikunnar fyrir hálfum mánuði. Var nú grínlaust að spá í að skora bara á hann og svo gæti hann skorað á mig og þannig gætum við haft þetta bara svona í familíunni næstu vikurnar og ég bara fengið að njóta mín við að koma út góðum, girni- legum og vel heppnuðum upp- skriftum til ykkar hinna. En að öllu gríni slepptu þá býð ég ykkur upp á „hinn“ uppáhalds kjúklingarétt fjölskyldunn- ar sem er bara dásamlegur og kitlar bragðlaukana heldur betur. Læt líka fylgja uppskrift af súkkulaði brownies sem ég gerði í saumaklúbbi um daginn og eru geggjaðar. Verði ykkur að góðu. Kjúklingaréttur með hnetusmjörsósu 4 kjúklingabringur 2 msk. engifer, rifið 1 msk. hvítlaukur, pressaður 125 g hnetusmjör, mjúkt 60 ml hrísgrjónaedik (rice vinegar) 2 msk. soyasósa 1 tsk. rautt Curry paste 3 msk. fljótandi kjúklinga- kraftur (eða 1 teningur og 3 msk. vatn) 240 ml kókosmjólk kóríander Látið engifer, hvítlauk, hnet- usmjör, hrísgrjónaedik, soyasósu, rautt karrý og kjúklingakraft í matvinnsluvél og blandið vel saman. Bringurnar skornar í bita, kryddið með góðu kjúklinga- kryddi og steikið á pönnu í smá olíu. Þegar bringurnar eru steiktar geymið til hliðar. Lækkið hitann á pönnunni og hellið kókosmjólkinni út á pönnuna og skrapið kjöt- ið á botninum á pönnunni og blandið saman við kókos- mjólkina. Hellið hnetusmjörs- blöndunni síðan saman við og hitið í 2-3 mínútur. Bætið kórí- ander út í og hellið sósunni yfir kjúklingabringurnar. Hollar chilí brownies 200 g valhnetur eða pekan- hnetur Sunnlenski matgæðingurinn 430 g döðlur, steinlausar og mjúkar 2 msk. hörfræ (nota stundum chia, þá 1 msk.) 1 tsk. kanill 1 tsk. chiliduft 1/4 tsk. sjávarsalt 120 g hreint kakó frá Nóa Síríus Látið döðlurnar í matvinnslu- vél og bætið síðan hnetum, hörfræjum, kanil, chilídufti og salti saman við þar til allt hefur blandast vel saman og er orðið nokkuð mjúkt. Athug- ið að hér skiptir öllu máli að döðlurnar séu mjúkar og safa- ríkar, ef ekki, þá þurfið þið að leggja þær í bleyti í heitt vatn í um 15 mínútur. Bætið því næst kakódufti saman við og blandið saman. Nú ætti bland- an að vera eins og deig, ef hún er ekki nægilega blaut bætið smá (1-2 tsk.) möndlumjólk / mjólk / vatni saman við. Setj- ið blönduna í mót (20×20 cm að stærð) hulið smjörpappír og þrýstið henni vel niður. Súkkulaðikrem Hér bræði ég bara eitthvað gott súkkulaði, blanda saman 70% og suðusúkkulaði eða bara öðru hvoru. Þegar súkkulað- ið er bráðið set ég út í ½ tsk. chilí-duft og ½ tsk. kanil og blanda saman við. Nota svo 1 tsk. chilí-flögur (explosion). Setjið kremið á kökuna og stráið chilí-flögunum yfir (ca. 1 tsk. chilí-flögur (explosion). Látið í stutta stund í kæli og skerið síðan niður í hæfilega bita. Berið fram með þeyttum rjóma og jarðarberjum. Guðfinna Tryggvadóttir. Spurning vikunnar Ætlar þú á jólatónleika yfir hátíðarnar? Hvernig kemurðu undan sumrinu? Síðasta spurning: Svaraðu spurningunni á forsíðu DFS.is . Niðurstöðurnar, ásamt nýrri spurningu, birtast í næsta blaði. a) Já b) Nei c) Kannski Vel (29%) Mjög vel (27%) Sæmilega (23%) Illa (12%) Mjög illa (9%) Í síðustu viku komu tuttugu grunnskólanemendur ásamt tveimur kennurum úr Landa- kotsskóla í heimsókn í Fischer- setur. Eftir að hafa fengið smá kynningu á sögu Bobby Fischer var haldið skákmót í Setrinu fyrir grunnskólakrakkana og nokkra krakka frá Selfossi. Mótið gekk vel og er hugmyndin að endurtaka þetta. Heimsóttu Fischersetrið Þ ann 8. nóvember var árlegur baráttudagur gegn einelti. Krakkar í Barnaskólanum á Stokkseyri og Eyrarbakka héldu hann hátíðlegan með því að „ganga gegn einelti“. Það voru glaðlyndir krakkar sem gengu eftir göngustígnum sem tengir saman bæina. Krakkarnir mætt- XVW i J|QJXEU~QQL \¿U +UDXQVi sem er mitt á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Tilgangur göngunnar var að skiptast á krukkum sem nemendur höfðu skreytt. Í krukkunum eru miðar með jákvæðum orðum eða setn- ingum. Bekkirnir eiga sér vina- bekki í hinum skólanum. Vina- bekkir skiptust á krukkum og tókust í hendur og föðmuðust. Valgeir Ingi Ólafsson sagði við blaðamann: „Þetta er liður í því að vinna gegn einelti og uppræta það. Það er ekki liðið í skólan- um með neinum hætti“. Í tilkynningu frá skólan- um kom fram að Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri ynni samkvæmt eineltisáætlun Olweusar. Einelti er ekki liðið í BES. Með því að styrkja sam- vinnu bæði meðal nemenda og starfsfólks, þá minnka líkur á einelti. Markmið skólans er að allir, bæði starfsfólk og nem- Gengið gegn einelti í Barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar endur, séu meðvitaðir um hvað einelti er og hvernig það birtist. Unnið er samkvæmt fyrirfram ákveðnu vinnuferli í eineltis- málum. -gpp

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz