2472

Miðvikudagur 24. október 2018 3 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Meira til skiptanna Sími 482 2722 • Austurvegi 52, Selfossi • solning.is Staður fasteignasala býður upp á: - Fagljósmyndun - Persónulega þjónustu - Frítt söluverðmat - Lága söluþóknun Ætlar þú að selja þína fasteign? Hafðu samband í s. 662 4422 eða sendu tölvupóst á sverrir@stadur.is Erum staðsettir að Austurvegi 6, í hjarta miðbæjarins 61 dagur til jóla K venfélög Villingaholts- hrepps, Hraungerðishrepps og Gaulverjabæjarhrepps í Flóa- hreppi blása enn á ný til sóknar. Fyrir tveimur árum héldu þau sameiginlegan basar til styrktar Skammtímavistun í Álftarima 2 á Selfossi og söfnuðu þá um 1,4 milljónum króna. Nú er kom- ið að næsta verkefni, en kven- félögin hafa ákveðið að halda basar í Þingborg laugardaginn 3. nóvember nk. frá kl. 13.00 til kl. 17.00. Kvenfélagskonur í þessum þremur kvenfélögum hafa unnið að þessu málefni í að minnsta kosti eitt ár og nú er komið að því að selja afraksturinn. Á boðstólum verður margt fagurra muna og nytsamlegra, s.s. alls konar jólaskraut, kerti, húfur, vettlingar, sokkar, peysur og svo margt, margt fleira. Einnig verða kvenfélagskonurnar búnar að baka öll reiðinnar ósköp og kökubasarinn verður á sínum stað. Þá verða seldar nýbakaðar vöfflur á staðnum ásamt kaffi og safa. Heilbrigðisstofnun Suður- lands rekur tíu sjúkrabíla, þar af fjóra á Selfossi og verður að þessu sinni safnað fyrir barka- speglum, en það eru tæki sem gera sjúkraflutningamönnum auðveldara um vik að sinna Kvenfélögin í Flóahreppi halda basar í Þingborg 3. nóvember – Allur ágóði rennur til tækjakaupa í sjúkrabíla HSU öndunarvegi hjá sjúklingum, bæði börnum og fullorðnum, sem ekki geta það sjálfir af einhverjum orsökum. Með til- komu þessara „Laryngoscopa“ í sjúkrabílana, en þau eru komin með skjá þar sem sá sem er að koma slöngunni fyrir getur horft á ásamt aðstoðarmanni, aukast líkurnar á að verkið takist í fyrstu tilraun, sem er mikilvægt fyrir sjúklinginn þar sem styttri töf verður á því að sjúkraflutn- ingamenn geti byrjað að aðstoða með öndun. Hvert svona tæki kostar 339.000 kr. og vonast kvenfélagskonur til að geta keypt í að minnsta kosti þrjá sjúkrabíla. Að sjálfsögðu verður tekið við greiðslukortum og pening- um og vonast kvenfélagskonur til að sem flestir láti sjá sig og styrki gott málefni sem kemur öllum íbúum til góða.

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz