2472

12 Miðvikudagur 24. október 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands E lliði Vignisson tók formlega við starfi bæjarstjóra í Sveitarfélaginu Ölfusi 9. ágúst sl. Hann býr í Ölfusinu ásamt fjölskyldu sinni. Eyjamaðurinn Elliði Elliði er fæddur og uppalinn í Vestmanna­ eyjum og hefur búið þar lengst af. „Ég var á fjórða ári þegar gýs. Í kjölfarið á gosinu kom mín fyrsta reynsla af því að búa annars staðar en í Vestmannaeyjum en það var um eitt ár. Ég kláraði grunnskólann í Vestmannaeyjum og fór þaðan í Fram­ haldsskólann. Síðan tók ég BA-próf í sál­ fræði í Háskóla Íslands í beinu framhaldi af stúdentsprófi og tók síðan nám til kennsluréttinda. Að því loknu flutti ég til Danmerkur. Þar lauk ég mastersgráðu í sálfræði frá Kaupmannahafnarháskóla. Að því loknu flutti ég aftur til Vestmannaeyja og kenndi í Framhaldsskólanum í ein tíu ár,“ segir Elliði. Í bæjarmálum í Eyjum í 16 ár Elliði varð bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum árið 2002 og svo bæjarstjóri 2006. Hann er því búinn að vera 16 ár í bæjarmálunum og þar af 12 ár sem bæjarstjóri. Segja má að hann komi því með góða reynslu í bæjarmálin í Ölfusinu. Leigjum hús í Ölfusinu „Ég leigi hús hérna upp í Ölfusinu. Konan mín, Bertha Johansen, og dóttir, Bjartey Bríet sem er 17 ára og er í Framhalds­ skólanum í Vestmannaeyjum, komu líka með mér. Svo á ég son, Nökkva Dan, sem býr í Noregi. Hann er að læra stærðfræði og spilar handbolta með norska úrvals­ deildarliðinu Arendal. Berta rekur enn fyrirtæki sitt í Vestmannaeyjum þannig að þær mæðgur eru svolítið á tveimur stöðum í augnablikinu. Það tekur okkur einhvern smá tíma að ná fullum takti.“ Áhugamál fjölskyldunnar Elliði hefur verið viðloðandi íþróttir frá blautu barnsbeini og hefur mikinn áhuga á þeim. „Ég spilaði fyrst handbolta og þjálf­ aði svo. Handbolti er áhugamál fjölskyld­ unnar númer eitt.“ Elliði segir að starfsferillinn sinn hafi mest verið í samfélagsmálum og mýkri málum, kennslu og vinnu með fötluðum. Hann hefur m.a. verið stuðningsfulltrúi í skóla og fleira þess háttar. Brennandi áhugi á Einari Ben Elliði var spurður hvað bæjarstjórar gera þegar þeir eru ekki í vinnunni. „Ef allt er með eðlilegum formerkjum þá eiga þeir náttúrulega sín frí. Ég nota mínar frístundir líka mjög mikið í vinnuna. Vinnan mín er áhugamál mitt líka. Ef ég hef átt frí þá er það gjarnan þannig að hug­ urinn leitar að einhverju sem tengist vinn­ unni. Stundum er það laustengt; t.d. hef ég fengið brennandi áhuga á öllu sem tengist Einari Benediktssyni. Enda var hann íbúi hér í Selvogi eða í Herdísarvík sem er í Ölfusinu. Þannig að þetta tengist gjarnan á einhvern hátt því sem maður er að gera í vinnunni. Síðan eru það íþróttirnar og útivist á Enduro mótocrosshjóli. Þetta eru svona stóru áhugamálin.“ Viðtal/mynd: ÖG S tóra verkefni allra bæjarstjóra og bæjarfulltrúa er að tryggja velferð sinna samfélaga og fyrst og fremst að veita þá þjónustu sem þeim ber lögum samkvæmt að gera. Elliði segir það kannski ekki áberandi en sveitarfélagið sé stærsti atvinnurekandinn á svæðinu. „Við erum stolt af okkar grunnskóla og leikskóla og allri innri gerðinni. Það er eitthvað sem er með þeim formerkjum sem ætíð eru. Atvinnumálin hafa líka verið sett í háan forgang samhliða þess­ um skylduverkefnum,“ segir Elliði. Höfnin hefur vaxið mikið Höfnin í Þorlákshöfn hefur verið að vaxa mikið á seinustu árum og er orðin út- og innflutningshöfn. Hún er jafnframt sú út­ flutningshöfn sem liggur næst höfuðborg­ arsvæðinu og með stystu siglingu á Evrópumarkað. Þetta hafa inn- og út­ flytjendur verið að kveikja hratt á. Ásókn í lóðir og lendur hefur vaxið þar með. „Við finnum að með frekari vexti og með því að geta tekið á móti stærri og fleiri skipum er nánast bara ímyndunar­ aflið eitt sem ræður endinum. Þegar þetta fer svo saman með því að hér í Ölfusinu erum við með stærsta jarðhita­ svæði á landinu og stærstu ferskvatns­ lindir á landinu, eigum við gríðarleg tækifæri. Við erummeð 730 ferkílómetra af landi í hálftíma fjarlægð frá höfuðborg­ arsvæðinu og klukkutíma fjarlægð frá alþjóðaflugvelli. Við höfum séð tækifær­ in mikið hverfast í kringum matvæla­ vinnslu.“ Hann bætir við og segir að megninu af öllum kjúklingum í landinu sé t.d. klakið út í Ölfusinu og sennilega sé um 80% af öllum laxeldisseiðum klakið út í Ölfusinu. „Nú erum við með nýtt svínabú á teikniborðinu. Það verður til þess að megnið af öllum grísum á Íslandi verður gotið í Ölfusinu. Þannig aðvið erumorðinvaggamatvælaiðnaðar­ ins. Þetta sýnir fram á tækifærin. Við sjáum að matvælafyrirtækin og léttiðn­ aðarfyrirtæki eru að sækja inn á þetta svæði. Þau notfæra sér þá orkuna, vatnið, út- og innflutningshöfnina og nálægðina við markaðssvæðið í borginni. Þannig að við erum að vinna mjög einbeitt í þá átt.“ Bygging fimleikaaðstöðu stærsta verklega fram­ kvæmdin í augnablikinu Spurður út í framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins segir Elliði að þeir séu í umtalsvert miklum framkvæmdum. „Við erum með íþróttaaðstöðu sem er alveg ótrúleg. Fólk trúir því ekki þegar maður segir hvernig íþróttaaðstaðan er í Ölfus­ inu. Við erum með þrjá grasvelli, tvo strandblakvelli, útisundlaug og innisund­ laug, sjö heita potta og tvo kalda potta, stóran íþróttasal fyrir körfubolta og handbolta og fleiri greinar, átján holu golfvöll og mótocrossbraut. Það má því segja að það sé ótrúlega mikil íþrótta­ þjónusta. Hún er líka að vaxa núna með aukinni aðstöðu fyrir fimleika. Það er stærsta verklega framkvæmdin í augna­ blikinu. Við erum líka að deiliskipuleggja bæði iðnaðarsvæði og íbúasvæði. Það er ásókn í lóðir og við viljum geta mætt því. Stórar framkvæmdir eru því tengdar. Höfnin er í stöðugri þróun og miklar verklegar framkvæmdir þarfar þar. Þannig að hjólin snúast hratt. Sorpmálin eru ekki á okkar borði. Þau eru hluti af Sorpsamlagi Suðurlands. Við erum á sama stað og önnur sveitarfélög með það eftir að Nessandur varð úti.“ Höfnin hefur áhrif á stórt svæði „Við erum glöð og ánægð að finna að áhersla og athygli, sérstaklega nágranna okkar hérna í Árnessýslunni og á Reykja­ nesinu, liggja nærri okkar um mikilvægi þess að láta höfnina okkar hér vaxa og dafna. Þetta hefur svo mikil áhrif fyrir svo stórt svæði. Þetta yrði í fyrsta skipti í sögu byggðar á Íslandi sem það væri orðin inn- og útflutningshöfn á Suður­ landi. Það er fín höfn í Vestmannaeyjum, en á Suðurlandinu s.s. Íslandsmegin, þá er þetta í fyrsta skipti sem það er komin inn- og útflutningshöfn. Það eru alveg gríðarleg tækifæri og mikilvægt fyrir okkur Sunnlendinga og nágranna okkar að standa saman um uppbyggingu og láta svo saman við það spila nauðsynlegar innviðafjárfestingar eins og í vega­ framkvæmdum og þess háttar.“ Viðtal/mynd: ÖG Elliði Vignisson, nýr bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Ölfusi: Starfsferillinn hefur mest verið í samfélagsmálum og mýkri málum Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Ölfusi. Helstu áherslur í bæjarmálum í Sveitarfélaginu Ölfusi: Gríðarleg tækifæri og mikilvægt að standa saman um uppbyggingu Elliði Vignisson í ráðhúsinu í Ölfusi.

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz