2470

Miðvikudagur 10. október 2018 15 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Vegna framkvæmda við stofnlagnir fráveitu og hitaveitu á milli Grænumarkar 1, 3 og 5 hefur aðalinngangi Grænumarkar 5 verið lokað og einnig aðgengi að bílastæðum. Aðgengi að Grænumörk 5 verður að austanverðu (sjá gönguleið á korti) á meðan á framkvæmdinni stendur en áætlað er að opnað verði fyrir aðgengi um aðalinngang að nýju um miðjan nóvember. Meðan á framkvæmdinni stendur eru vegfarendur beðnir að leggja á bílastæði við Heilbrigðisstofnun Suðurlands og bílastæði við Grænumörk 2, næst Árvegi. Önnur bílastæði við Grænumörk 2 eru eingöngu ætluð íbúum og gestum þeirrar byggingar og eru veg- farendur beðnir um að virða það. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin kann að hafa í för með sér. Framkvæmda- og veitusvið Gönguleiðir Aðkoma sjúkraflutninga Bílastæði á framkvæmdatíma Framkvæmdarsvæði Grænamörk Fráveita Aðkoma sjúkraflutninga Inngangur að Grænumörk5 Í starfinu felst eftirfarandi: Hafa yfirumsjón með starfsemi í Bungubrekku, http://bungubrekka.hveragerdi.is/ Þátttaka í stefnumótun til framtíðar í málaflokknum og að leiða uppbyggingu og skipulagningu. Í Bungubrekku er: • Frístundaheimili grunnskólans, Skólasel. Þar er veitt þjónusta fyrir börn í 1.-4. bekk eftir að skóla lýkur á daginn. Hlut- verk frístundaheimilis er að bjóða uppá skapandi umhverfi þar sem starfshættir einkennast af frjálsum leik og vali. • Félagsmiðstöðin Skjálftaskjól. Í félagsmiðstöðinni er boðið upp á félagsstarf fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-16 ára í frítíma þeirra. Lögð er áhersla á að ná til sem flestra og bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni. Félagsmiðstöðin er opin þrisvar í viku. • Íþrótta- og ævintýranámskeið. Á sumrin er boðið upp á heilsdagsnámskeið fyrir 5-11 ára börn þar sem áhersla er lögð á hreyfingu, sköpun og útiveru. • Gæsluvöllur fyrir 2-5 ára börn yfir sumarið. Hæfniskröfur: Háskólapróf á sviði tómstunda- og félagsmálafræði, uppeldismenntun eða sambærileg menntun er æskileg. Reynsla af stjórnun æskileg. Reynsla af starfi með börnum og /eða unglingum er skilyrði. Skipulögð, sjálfstæð og fagleg vinnubrögð ásamt framúrskarandi samskiptahæfni er skilyrði. Almenn tölvukunnátta er skilyrði. Umsækjandi þarf að skila inn sakavottorði í samræmi við lög og reglur Hveragerðisbæjar. Frekari upplýsingar um starfið veitir Sævar Þór Helgason, skólastjóri Grunnskólans í Hveragerði í síma 660-3906, saevar@hveragerdi.is og Jóhanna Margrét Hjartardóttir, menningar- og frístundafulltrúi í síma 660-3911, jmh@hveragerdi.is. Umsóknir sendist til Hveragerðisbæjar, Sunnumörk 2, 810 Hveragerði fyrir 24. október 2018. www.hveragerdi.is Forstöðumaður frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku Óskað er eftir drífandi, hugmynda- ríkum og ábyrgum einstaklingi í 100% starf til að leiða starf barna og unglinga í Hveragerði. K venfélag Grímsneshrepps hélt sín árlegu Grímsævin- týri laugardaginn 11. ágúst sl. Ævintýrin gengu vel að vanda, því er ekki síst að þakka kröft- ugum félagskonum, fjölskyld- um þeirra og vina. Dagskráin var fjölbreytt að vanda þar sem Leikfélagið Borg sýndi sína út- gáfu af ævintýrunum. Blaðrar- inn mætti á staðinn og útbjó blöðrufígúrur fyrir börnin og söngflokkurinn Tónafljóð tók ævintýraleg lög. Markaðurinn var á sínum stað, Tintron hélt utan um hoppukastalana og að sjálfsögðu var tombólan okkar víðfræga í félagsheimilinu. Í ár var fjöldi vinninga 2.500 stk. og engin núll þannig að allir fengu skemmtilega eða (misskemmti- lega eins og sumir lenda í) vinn- inga til að taka með sér heim. Allur ágóðinn af Tombólunni rennur til góðra málefna en í ár safnaðist 900.000 kr. Á haustfundi félagsins var sam- þykkt að bæta við tæplega 400.000 kr. úr sjóðum félagsins í tilefni þess að félagið verður 100 ára á næsta ári og styrkja Leikskóladeild Kerhólsskóla um fjögur þríhjól og sterk úti- leikföng í sandkassann, alls að upphæð 200.000 kr. Einnig var samþykkt að styrkja Sjúkraþjálf- unardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi um handa- og fótahjól sem er hreyfanlegt og mun nýtast göngudeildinni, sem sér um nýrnaskilunina, en sú deild er búin að bíða lengi eftir slíku hjóli, alls að upphæð tæpar 1.200.000 kr. Með sanni má því segja að allir gestir, styrktaraðilar, fé- lagskonur og fjölskyldur þeirra hafi sameinast um að safna fyrir þessum þörfu gjöfum. Því segjum við bara einfaldlega – TAKK fyrir þitt framlag, hvort sem það var í formi tombólu- vinninga, kaup á tombólumið- um, vinnuframlags eða beinum styrk. Myndir frá Grímsævin- týrum í ár má finna á Facebook- -síðu kvenfélagsins. Sjáumst á Grímsævintýrum 10. ágúst 2019. Grímsævintýri 2018 - takk fyrir ykkar framlag! U ndirbúningur að landbún- aðarsýningunni Íslenskur landbúnaður 2018, sem verð- ur haldin í Laugardalshöll 12. til 14. október næstkomandi, stendur nú sem hæst. Núna eru 50 ár liðin frá því seinasta stóra landbúnaðarsýning var haldin í Höllinni. Að sögn Ólafs M. Jóhann- essonar, framkvæmdastjóra sýningarinnar, verður þetta stærsta landbúnaðarsýning sem haldin hefur verið í Höllinni. Nú þegar hafa yfir 90 fyrirtæki pantað bása bæði á útisvæði og innisvæði. Að sögn Ólafs kom mest á óvart hversu fjölbreyttur landbúnaður er stundaður á Ís- landi: „Það eru ekki bara okkar fjölbreyttu og hreinu matvæli sem streyma frá bændum held- ur stunda þeir ferðaþjónustu í æ ríkari mæli og líka skógrækt, orkuframleiðslu og hvers kyns heimilisiðnað. Allt verður þetta kynnt á sýningunni. Einnig verður afar áhugaverð fyrir- lestradagskrá. Þessi sýning á eftir að koma á óvart.“ Sýningin verður opin föstu- daginn 12. október kl. 14:00– 19:00, laugardaginn 13. október kl. 10:00–18:00 og sunnudaginn 14. október kl. 10:00–17:00. Miðar gilda alla helgina og verð er aðeins kr. 1000. Frítt er fyrir aldraða, öryrkja, námsmenn og börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum. Stórsýningin Íslenskur landbúnaður 2018 Þ ann 4. október sl. undir- rituðu formaður og fram- kvæmdastjóri framkvæmda- og veitusviðs undir samning við Veðurstofu Íslands um rekstur veðurstöðvar á Selfossi. Í fram- haldinu var haldið í vettvangs- ferð um Selfoss í leit að heppi- legustu staðsetningu fyrir veður- stöðina. Eftirtaldir grunnveður- þættir verða mældir á stöðinni: Lofthiti í 2 m hæð yfir jörðu, vindátt og vindhraði í 10 m hæð yfir jörðu. Einnig verða gerðar mælingar á loftraka og úrkoma í 2 m hæð yfir jörðu. Veðurstofa Íslands mun sjá um varðveislu gagnanna, reka gagnagrunninn og halda honum við. Nýjustu gögn verða birt á vef Veðurstofu Íslands og verða þau opin og aðgengileg almenn- ingi. Veðurstofa Íslands setur upp veðurstöð á Selfossi

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz