2468

4 Miðvikudagur 26. september 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Útgefandi: Dagskráin,Eyravegi25,800Selfoss, sími4821944, fax4822835 ,dagskrain@prentmet.is. Ritstjóriogblaðamaður: ÖrnGuðnason, sími8560672, orng@prentmet.is . Auglýsingar: KatlaHarðardóttir, sími4821944 ,katla@prentmet.is Dagskráinkemurútáhverjum miðvikudegi.Alltefniogauglýs- ingarberist íPrentmet,Eyravegi 25,Selfossi, fyrirhádegiámánu- dögum.Upplag9400eintök. Dreiftókeypis íallar sýsluraustan Hellisheiðar.Dagskráineraðiliað samtökumbæjar-oghéraðsfréttablaða. ISSN 1670-407X Svansmerkið, Prentgripur, 1041 0858 Ég skora á vin minn Valdimar Hafsteinsson, ísbónda í Hvera- gerði, að taka við matgæðingskeflinu í næstu viku. Valdimar er prýðiskokkur og höfðingi heim að sækja. Hann er líka góður í blaki. Matgæðingar eru beðnir að senda á dagskrain@prentmet.is uppskrift ásamt mynd af sér eigi síðar en á sunnudegi. Matgæðingur vikunnar er Grímur Hergeirsson. Ég vil byrja á að þakka Júlíusi Magnúsi Pálssyni fyrir góða saltfiskuppskrift í síðustu Dag- skrá. Júlíus er mikill matgæð- ingur og bregst sjaldan þegar kemur að matseld. Það sem færri vita er að Júlíus er mikill áhugamaður um fornar bók- menntir, einkum Íslendinga- sögurnar en það er önnur saga. Þar sem farið er að hausta og laxveiðitímabilinu senn að ljúka er tilvalið að gæða sér á grilluðum laxi með nýjum kartöflum og grænmeti. Hin fullkomna matarupplifun næst einungis hafi maður sjálfur veitt bráðina og hanterað hana alla leið frá árbakkanum og á diskinn. Fyrir þá sem ekki hafa tök á að veiða laxinn sjálfir má t.d. heimsækja næstu fiskbúð og verða sér út um ferskan lax. Grilluð laxaflök með mangó chutney og fetaosti 1 stk. laxaflak, beinhreinsað Mangó chutney Fetaostur í kryddolíu Sjávarsalt, flögur Svartur pipar Fyrst þarf að beinhreinsa laxa- flakið. Flestir kjósa að nota sérstaka beinatöng til verksins en hreinsa þarf beinrönd sem liggur eftir miðju flakinu frá hnakka og u.þ.b. hálfa leið að sporði. Næst er flakið sett á ál- pappír með roðið niður. Gott er að strá slatta af salti og pipar á álpappírinn undir flakið. Strá Sunnlenski matgæðingurinn því næst salti og pipar eftir smekk yfir flakið. Lykilatriði er að piparinn sé nýmalaður. Þá er að moka mangó chut- ney á flakið, góða rönd eftir endilöngu flakinu. Að lokum er fetaostinum bætt ofan á allt saman og gott er að setja vel af kryddolíunni með þannig að hún renni vel um allt flakið. Þá er komið að vandasam- asta hlutanum en það er sjálf grillunin. Hitið gasgrillið að miðlungs hita og setjið flakið í álpappírnum á grillið. Lykilat- riði er að hylja ekki flakið með álpappír svo hægt sé að fylgj- ast vel með ferlinu. Þar sem grillin eru af ýmsum gerðum og gæðum er ekki hægt að gefa út staðlaða tímalengd grillun- ar. Hér gildir að taka flakið af grillinu skömmu áður en það sýnist fullgrillað og láta það svo standa nokkrar mínútur. Þetta er svo borið fram með nýuppteknum kartöflum, grænmeti að eign vali og glasi af góðu hvítvíni. Grímur Hergeirsson. Sími 892 6993 kraftberg@simnet.is Kraftberg auglýsir eftir verkefnum fyrir smiði, múrara, málara og hellulagnar menn. H laupahópurinn Frískir Flóa- menn hefur undanfarin ár æft undir styrkri stjórn Sig- mundar Stefánssonar járnkarls með meiru. Engin breyting verður á því í vetur, Sigmundur mun halda áfram að þjálfa hóp- inn á komandi vetri. Mjög góð mæting er á æf- ingar og hlauparar stefna að mismunandi markmiðum á hlaupabrautinni. Margir taka þátt í keppnishlaupum en svo eru líka aðrir sem hlaupa sér fyrst og fremst til heilsubótar og skemmtunar. Æfingatímar hópsins eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Allir eru velkomnir, byrjendur jafnt sem lengra komnir og er frítt á allar æfingar. Allir velkomnir á hlaupaæfingar hjá Frískum Flóamönnum Hópurinn hefur í 15 ár unnið við brautargæslu við Lauga- vegshlaupið og það hefur gert hópnum kleift að greiða þjálf- aralaun og standa fyrir ýmis konar viðburðum eins og Sól- heimahlaupinu, fjöruhlaupi, að- ventuhlaupi og þorrapizzu, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hafa Frískir Flóamenn séð um Jötunhlaupið sem haldið er 1. maí ár hvert í samstarfi við Jötun Vélar. Tíu félagar fóru til Tallin Tíu félagar úr hópnum fóru á dögunum til Tallin í Eistlandi og tóku þátt í maraþoni þar í borg. Átta úr hópnum hlupu hálft maraþon en tveir hlupu heilt maraþon, þ.e. þau Sigmundur Stefánsson og Björk Steindórs- dóttir. Sigmundur var fyrstur í sínum aldursflokki, hljóp á tímanum 3:37:30 og Björk setti HSK-met í sínum aldursflokki er hún hljóp á tímanum 3:58:24. Hópurinn hefur áður farið í hlaupaferðir til útlanda m.a. til München haustið 2015. Stefnt er að ferð haustið 2019 en ekki er búið að taka ákvörðun um hvert skal halda. Það er von Frískra Flóamanna að áhugasamir hlauparar sem ekki hafa áður æft með hópn- um skoði þennan möguleika. Allir geta hlaupið á hvaða aldri sem er og það er aldrei of seint að byrja að hlaupa. Æfingarnar hefjast alltaf við Sundhöll Sel- foss/World Class. Frískir Flóa- mann hlakka til að sjá sem flesta á æfingum í vetur. Frískir Flóamenn í Reykjavíkurmaraþoni 2018. Mynd af Facebook-síðu FF. Björk og Sigmundur í Tallin. Mynd af Facebook-síðu FF. L augardaginn 29. september nk. stendur Suðurlands- deild ferðaklúbbsins 4x4 fyr- ir opinni jeppaferð. Þar gefst jeppaeigendum tækifæri til að reyna sig og sinn jeppa í akstri á hálendisvegum. Með í för verða UH\QGLU MHSSDPHQQ i |ÀXJXP bílum. Ferðin er opin fyrir alla sem eru á jeppa, breyttum sem óbreyttum. Þetta verður nokkuð krefjandi ferð og því ekki ráð- legt að koma á fjórhjóladrifn- um fólksbílum. Þátttakendur þurfa að koma á jeppa í góðu lagi og með nægilegt eldsneyti. Einnig þarf fólk að vera vel út- búið til útiveru, í góðum skóm og skjólfatnaði og með nesti til dagsins. Mæting er við Olís á Sel- Jeppaferð með Suðurlandsdeild Ferðaklúbbsins 4x4 fossi kl. 9:00 stundvíslega. Lagt verður af stað kl. 9:15 og komið heim síðdegis sama dag. Að þessu sinni er stefnan tekin á Uxahryggjaleið og Skorradalsvatn. Engin form- leg skrán- ing verður í ferðina. Þátttakend- ur mæta á Olís Sel- fossi og gefa sig fram við far- arstjórana sem verða á staðn- um. Í ferðinni býður klúbburinn upp á grillað- ar pylsur fyrir alla þátttakendur. Suðurlandsdeildin er á Face- book (f4x4 Suðurlandsdeild) og þar verður hægt að sjá nánari upplýsingar. Þátttakendur bera sjálfir ábyrgð á sínum farartækj- um og öllum bilunum eða óhöppum sem geta komið upp á. Ef veður- útlit verð- ur slæmt á laugardeg- inum verð- ur ferðin mö g u l e g a færð yfir á sunnudaginn 30. september og ef hann lítur líka illa út verður ferðinni frestað um viku. Fylgist með á Facebook.

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz