2468

Miðvikudagur 26. september 2018 15 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands S umaropnun Fischerseturs á Selfossi lauk þann 15. sept- ember sl., en frá 15. maí hefur Setrið verið opið á hverjum degi kl. 13–16. Nú tekur við vetraropnun en þá er Setrið opnað samkvæmt samkomu- lagi. Hægt er að hringja í síma 894 1275 eða senda tölvupóst i QHWIDQJLè ¿VFKHUVHWXU#JPD - il.com ef fólk vill skoða safnið. Gestum í sumar fjölgaði Líkt og oft áður voru um 98% gestanna í sumar erlend- ir og komu víðs vegar að, en greinilega flestir frá Ameríku. Margir gestanna voru skák- menn og hjá sumum þeirra var þetta einhvers konar pílagríms- ferð. Gestir voru á öllum aldri. Greinileg aukning var í fjölda gesta þetta sumarið miðað við fyrri sumur. Sjálfboðaliðar stóðu vaktina Tuttugu og einn sjálfboðaliði stóðu vaktina í Fischersetri þetta sumarið og verður það aldrei endurtekið nógu oft að án þeirra liðsstyrks væri Setr- ið ekki starfandi í dag. Fram- kvæmdastjórn Fischerseturs vill sérstaklega þakka þeim fyrir þessa óeigingjörnu vinnu og aðstoð við uppbyggingu Fischerseturs, sem jafnframt styrkir bæjarfélagið á sviði ferðamennsku og þjónustu við ferðamenn. Þessir einstak- lingar voru eftirfarandi í staf- rófsröð: Aðalsteinn Geirsson, Anna Þóra Einarsdóttir, Árni Erlendsson, Böðvar Jens Ragnarsson, Eiríkur Harðar- son, Eysteinn Jónasson, Giss- ur Jensson, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Lýðsson, Gunnar Einarsson, Hjörtur Þórarins- son, Kjartan Már Hjálmars- son, Ólafur Bjarnason, Ólafur Jónsson, Óli Þ. Guðbjartsson, Óskar H. Ólafsson, Ragn- ar Gíslason, Vilhjálmur S. Pétursson, Þórður Guðmunds- son og Örlygur Karlsson, auk Sjafnarblóma og starfsmanna þess. Vetraropnun tekin við í Fischersetri Myndin tekin við Laugardælakirkju á fimm ára afmælishátíð Fischerset- urs sl. sumar. S veitabúðin Una á Hvolsvelli fékk nýlega viðurkenningu sem næstbesta ferðamanna- verslunin á Suðurlandi á eftir versluninni Geysi í Haukadal. Una var valin svokölluð „Runn- ers-up“ ásamt Wool Gallery í Vík. Viðurkenningin var birt í sérstakri útgáfu af tímaritinu The Reykjavík Grapevine. „Þetta kom svolítið flatt upp á okkur. Það kom hérna ferða- maður inn í búðina og óskaði okkur til hamingju. Við vissum fyrst ekki fyrir hvað. Þá fletti hún upp í tímaritinu Grapevine og sýndi okkur. Það hefur síðan margt fólk komið til okkar út af þessari umfjöllun,“ segir Magn- ús Haraldsson annar eigenda Sveitabúðarinnar Unu á Hvols- velli. Hjónin Rebekka Katrínar- dóttir og Magnús Haraldsson tóku við rekstri Sveitabúðar- innar Unu á Hvolsvelli í janú- ar síðastliðnum af systrunum Völu og Hildi. Framkvæmdir á gamla kaupfélagshúsinu þ.e. breytingar á Kjarval í Krónu- verslun stóðu þá sem hæst og lauk ekki fyrr en um páska. Magnús seg- ir að þá hafi um- hverfið í raun verið eins og iðnaðar- svæði og því frekar dauflegt um að vera hjá þeim í versl- uninni fyrstu mánuðina. „Við notuð- um tímann til að endurskoða vöruúrvalið og breyttum því svolítið. Við erum t.d. núna með ritföng og reikningahefti sem vantaði á svæðið. Annars eru áherslurnar í rekstrinum mjög svipaðar og þær voru. Við e r u m ekki með neina ferska matvöru en ákváðum að einbeita okkur að gjafavörum, minja- gripum og hand- verki. Við erum með lopapeys- ur, vettlinga, húfur og l opavö r u r. Ef fólk kem- ur og kaupir efni í heila peysu hjá okkur bjóðum við 10% afslátt. Við hvetjum líka alla hérna úti sem luma á handverki að hafa samband. Við viljum endilega hafa sam- skipti við alla sem eru laghentir og listfengnir og athuga hvort ekki sé hægt að selja eitthvað frá þeim,“ segir Magnús. „Viðskiptavinir okkar eru aðallega útlendingar, en líka eitthvað ís- lenskir ferða- m e n n . Heima- fólkið er í auknum mæli að koma hingað m.a. af því að við erum búin að bæta í gjafavöruna. Það vant- aði gjafavörur hér á svæðið til dæmis leikföng. Við erum búin að bæta í það og ætlum að bæta enn frekar. Svo stendur til að vera með íslenskan sælkeramat fyrir jólin. Við verðum þá með villtan lax, grafinn og reyktan, osta og hangilæri og eitthvað svoleiðis. Við verðum jafnvel með jólakörfur sem fólk og jafn- vel fyrirtæki geta keypt og gefið sem gjafir.“ Magnús er úr Garðabænum en Rebekka ólst upp í Miðtúni í gamla Hvolhreppi frá 12 ára aldri, ásamt móður sinni Katrínu Óskarsdóttur og stjúpföður Ey- steini Fjölni Arasyni. Móðir Rebekku er fædd og uppalin í Hvolhreppi og á Rebekka því sterkar rætur til Hvolsvallar. Þau Magnús og Rebekka keyptu sér hús og fluttu á Hvolsvöll fyrir tæpum þremur árum. Magnús segir að þau séu mjög ánægð með það og að það sé gott að búa á Hvolsvelli. Þau horfa björtum augum til framtíðarinn- ar með reksturinn á Hvolsvelli. Viðtal: ÖG. Mjög ánægjulegt en kom svolítið flatt upp á okkur Magnús Haraldsson og Rebekka Katrínardóttir sem reka Sveitabúðina Unu á Hvolsvelli. T ímaritið The Reykjavík Grapevine gefur á hverju ári út sérstaka útgáfu sem kall- ast „The Travel Awards“. Þar er greint frá því besta sem er- lendir ferðamen geta upplifað á Íslandi. Að valinu koma ýmsir sérfræðingar, listamenn, tón- listarmenn og fólk sem tengist ferðaþjónustunni. Segja má að tímaritið sé góður leiðarvísir fyrir ferðamenn sem vilja upp- lifa það besta á Íslandi. Þeir að- ilar sem hljóta viðurkenningu fá sérstakan límmiða sem þeir geta sett upp hjá sér. Í umfjöllun um Suðurland er fyrst sagt frá Þórsmörk og m.a. gönguferð yfir Fimm- vörðuháls frá Skógum í Bása í Þórsmörk. Besti veitingastað- urinn var valinn Slippurinn í Vestmannaeyjum, Tryggvaskáli á Selfossi fékk „Runners-up“ og Friðheimari Reykholti „Budget Option“. Besta gistingin var valin ION Adventure á Nesja- völlum, „Budget Option“ fékk Hostelið í Héraðsskólanum á Laugarvatni og „Newcomer“ var valinn Midgard Case Camp á Hvolsvelli. Geysir Haukadal var valin besta ferðamanna- verslunin, Sveitabúðin Una fékk „Runners-up“ viðurkenn- ingu ásamt Wool Gallery í Vík. Síðan voru valdir staðir sem ferðamenn verða að sjá. Þar var Þórsmörk valin sem „Must-See Spot“ og Svínafellsjökull og Jökulsárlón sem „Runners Up“. Besti bað- eða sundstaðurinn var Seljavallalaug og „Runners Up“ voru Gamla laugin á Flúð- um og Landmannalaugar. Besta gönguleiðin var Fimmvörðuháls og þar á eftir komu Bláhnúk- ur og Þórsmörk. Besta ferðin eða „Road Trip“ var frá Hvera- gerði til Hafnar. Síðan komu Reykjaneshringurinn og ferð frá Skaftafelli til Hafnar. Besta útsýnisferðin var þyrluflug yfir Fjallabak. Síðan komu ferð í Þríhnúkagíga og til Vestmanna- eyja. Best „Action Tour“ var valin ferð á Eyjafjallajökul. Síð- an komu ferð í Raufarhólshelli og hestferð um svartar fjörur hjá Vík. Besta safnið/sýningin var valið LAVA eldfjallasetrið á Hvolsvelli. Síðan komu Eld- heimar í Vestmannaeyjum og Listasafn Árnesinga í Hvera- gerði. Besta kaffihúsið var valið Kaffi krús á Selfossi og síðan Græna kannan á Sólheimum og Bókakaffið á Selfossi. Besti bar- inn var valinn Ölverk í Hvera- gerði. Síðan komu The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum og Pakkhúsið á Höfn. -ög Grapevine – Best of Iceland special issue

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz