2465

4 Miðvikudagur 5. september 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Útgefandi: Dagskráin,Eyravegi25,800Selfoss, sími4821944, fax4822835 ,dagskrain@prentmet.is. Ritstjóriogblaðamaður: ÖrnGuðnason, sími8560672, orng@prentmet.is . Auglýsingar: KatlaHarðardóttir, sími4821944 ,katla@prentmet.is Dagskráinkemurútáhverjum miðvikudegi.Alltefniogauglýs- ingarberist íPrentmet,Eyravegi 25,Selfossi, fyrirhádegiámánu- dögum.Upplag9400eintök. Dreiftókeypis íallar sýsluraustan Hellisheiðar.Dagskráineraðiliað samtökumbæjar-oghéraðsfréttablaða. ISSN 1670-407X Svansmerkið, Prentgripur, 1041 0858 Ég ætla að skora á Davíð Þór Kristjánsson vin minn í næstu viku. Veit að hann lumar á góðum uppskriftum. Matgæðingar eru beðnir að senda á dagskrain@prentmet.is uppskrift ásamt mynd af sér eigi síðar en á sunnudegi. Matgæðingur vikunnar er Guðbrandur R. Sigurðsson. Ég þakka honum Smára vini mínum hjartanlega fyrir þessa áskorun. Þar sem haustið er gengið í garð og veiðitímabil gæsa er byrjað og veiðitímabil rjúpunnar nálgast ætla ég að setja inn uppskriftir að grafinni gæs og rjúpnabringum sem er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Grafin gæs 2 gæsabringur 4 msk. sykur 3 dl gróft salt Kryddblanda 1 msk. rósapipar 1 msk. rósmarín 1 msk. timjan 1 msk. basilíka 1 msk. fáfnisgras (estragon) 1 msk. sinnepsfræ 1 msk. dillfræ Sykur og salti blandað saman við gæsbringurnar og hyljið gæsabringurnar, látið standa við stofuhita í 4 – 5 klst. Skolið saltið og sykurinn af og veltið þeim upp úr kyddblöndunni, geymið í kæli yfir nótt. Borið fram með piparrótarsósu eða bláberjasósu. Rjúpur Bein, læri og hjörtu, ekki nota lifur í soð getur gefið biturt bragð. Brúna bein/læri í potti og 1 lauk skorinn í 4 parta með hýði og alles (gefur smá sætu og lit) hella svo yfir þetta kjúklingasoði (3 ten- ingar per lítra af vatni) sjóða Sunnlenski matgæðingurinn í ca. klukkutíma. Sía svo soð í gegnum sigti og sjóða niður í styrkleika eftir smekk. Þá ertu kominn með grunn að sósu. Í sósuna set ég svo pínu, alls ekki of mikið, af gráðaosti, smá íslenskt Brennivín eða ákavíti bara ca. 3 cl ætlar ekki að finna bragð af því en gefur sósunni samt aðra vídd, sama á við um gráðaostinn og svo rjómi, þykkja með smjörbollu eða sósujafnara. Bringurnar steiktar í smjöri ca. medium rare, kryddað- ar með salti og hvítum pipar, hvíti piparinn magnar rjúpu- bragðið mun betur en svartur, þó sá svarti sé almennt yfir hinn hafinn en ekki í rjúpu- bransanum. Borið fram með steiktu rauðkáli, Waldorfs-salati og brúnuðum karftöflum. M etskráning er í utanvega- hlaupið Hengill Ultra sem haldið verður í Hveragerði 8. september nk. Keppendur koma m.a. alla leið frá Nýja-Sjálandi til að taka þátt í keppninni í ár. Fyrir utan metfjölda þátttak- enda þá eru keppendur frá 15 þjóðlöndum skráðir til leiks. Þeir koma frá Bandaríkjunum, Kanada, Nýja-Sjálandi, Dan- mörku, Póllandi, Frakklandi, Spáni, Sviss, Bretlandi, Þýska- landi, Austurríki, Tékklandi, Færeyjum og auðvitað Íslandi. Hengill Ultra er lengsta ut- anvegahlaup á Íslandi og býð- ur þó upp á sex mismunandi keppnisleiðir, 100 km, 50 km, 25 km, 10 km og svo 5 km. Einnig er fjórum sinnum 25 km boðhlaup nýjung í mótinu í ár. Þannig er 25 kílómetra braut Hengils Ultra í sjálfu hlaupinu í gegnum Reykjadalinn, þá fal- legu náttúruperlu og upp að Öl- kelduhnjúk og í kringum hann. Sú hlaupaleið segja gárungarnir að sé eina utanvegahlaupaleiðin í heiminum með innbyggðum heitum pottum. Hlaupaleiðir Byrjunarreitur allra vegalengda og mótsstjórn verður við veitingastaðinn Skyrgerðina í hjarta Hveragerðis. Gjafapoki með óvæntum glaðningi frá samstarfsaðilum er innifalinn í skráningu fyrir alla þá sem skrá Keppendur frá 15 löndum taka þátt í Hengill Ultra sig fyrir miðnætti sunnudaginn 2. september. Hengill Ultra er síðasta stóra hlaup sumarsins og má því segja að þetta verði sannkölluð uppskeruhátíð ís- lenskra hlaupara. Margt í boði Eftir keppni er öllum keppend- um boðið í sveittan borgara með blóði, svita og tárum á „The Finish Line Burger Joint“ sem er ein besta POP-UP borg- arabúllan á landinu. Öllum keppendum er boðið í sund og „chill“ í lystigarðinum í Hvera- gerði. Verðlaunaafhending og grillveisla fyrir keppendur og aðstandendur verður kl. 17:00. Tímatökubúnaður verður notað- ur og allir hlauparar hlaupa með tímatökuflögur. Þá er líka dregið úr glæsilegum brautarvinning- um í verðlaunaafhendingunni. Þannig að allir fá eitthvað til minningar um þátttökuna í þessu mikla afrekshlaupi. Slagorð hlaupsins er: „Allir hlaupa, allir vinna og allir vel- komnir“. Nánari upplýsingar um hlaupið og skráning er á síð- unni hengillultra.is . Guðbrandur R. Sigurðsson

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz