2465

Miðvikudagur 5. september 2018 15 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands L augardaginn 8. september fagnar leikskólinn Jötun- heimar á Selfossi 10 ára afmæli sínu. Í tilefni þess verður opið hús í leikskólanum föstudaginn 7. september kl. 9:00–11:00 og kl. 13:00–15:30. Börnin hafa tekið virkan þátt í að undirbúa afmæli leikskólans meðal annars með því að túlka upplifun sína í máli og myndum. Þar sem Jötunheimar fagna Leikskólinn Jötunheimar 10 ára stórafmæli er vel við hæfi að rekja sögu leikskólans í stuttu máli. Fyrsta skóflustungan að leikskólanum var tekin 8. maí 2007. Jötunheimar hófu starf- semi sína 8. september 2008 þegar tveir elstu leikskólar Ár- borgar sameinuðust í einn leikskóla og fluttu í nýtt sex deilda húsnæði að Norðurhólum 3 á Selfossi. Skólastarf Jötunheima byggir á lögum um leikskóla nr. 90/2008 með breytingum sem tóku gildi 8. apríl 2009 og aðalnámskrá leikskóla sem var gefin út í febrúar 2011. Aðal- námskráin er stefnumótandi leiðarvísir um starf leikskóla og hver leikskóli markar sér sína leið að markmiðum hennar með gerð skólanámsskrár. Á þessum tíu árum hefur orðið mikil þróun á skólastarfi Jötunheima og má meðal annars nefna þátttöku í þremur þróunar- verkefnum. Í nóvember 2017 urðu Jötunheimar Heilsueflandi leikskóli sem er verkefni á vegum Embættis landlæknis. Í nóvemberlok 2017 fór fram ytra mat á skólastarfi Jötunheima og sá Menntamálastofnun um framkvæmd matsins. Í niður- stöðum kom fram að í Jötun- heimum fer fram metnaðarfullt leikskólastarf þar sem stefna leikskólans og leikurinn birtist vel í öllu starfinu þar sem börn- um og starfsfólki líður vel. Starfsfólk Jötunheima er stolt af skólanum sínum og var því ánægt með niðurstöðu ytra matsins. Leikskólinn mun halda áfram að þróa það góða starf sem nú þegar á sér stað í Jötun- heimum og að sjálfsögðu er stefnt áfram og lengra með því að halda leiknum sem kennslu- aðferð hátt á lofti, því leikurinn á vísdóm veit. Starfsfólki Jötunheima þætti vænt um að sjá sem flesta á opnu húsi föstudaginn 7. sept- ember nk. og hlakkar til að sjá sem flesta. Góðar og líflegar umræður á kynningarfundi ummiðhálendisþjóðgarð Góð aðsókn var aá kynn- ingarfundi nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu þar sem kynnt var starf nefndarinnar framundan. Góðar og líflegar umræður voru um verkefnið en á fundunum gafst gestum tækifæri til að kynna sér starf nefndarinnar og um leið koma á framfæri sínum sjónarmiðum varðandi þjóðgarð á mið- hálendinu. Alls var fundað á fimm stöðum víðsvegar um landið; á Hvolsvelli, Þingeyjarsveit, Hvammstanga, Egilsstöðum og Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem eru í sveitarfélögum sem fara með skipulagshlutverk innan miðhálendisins, en í vor var kynningarfundur haldinn í Reykjavík. Nefndin fékk góðar ábendingar á fundunum sem hún mun vinna úr í starfi sínu. Frekari upplýsingar um vinnu nefndarinnar, s.s. fundar- gerðir og fundargögn auk hag- nýtra upplýsinga, má finna á vef hennar, www.stjornarradid.is/ midhalendid. Frá fundi nefndarinnar á Hvolsvelli. Mynd: Umhverfis- og auðlindaráðu- neytið. S veitarstjórn og íbúar Meðallands hafa ítrekað bent á að viðhaldi Meðallandsvegar er verulega ábótavant. Í ágústbyrjun var þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna Skaftárhlaups. Ákveðið var að beina umferð um Meðallandsveg. Þá kom í ljós að vegurinn var í slöku ástandi og sinnti ekki hlutverki sínu Kalla eftir vegabótum á Meðallandsvegi sem hjáleið. Sveitarstjórn Skaftárhrepps mun óska eftir fundi við Vegamálastjóra vegna málsins. Lögð verður fram sú krafa að sett verði fjármagn í lagfæringu vegarins þannig að hann geti þjónað hlutverki sínu sem hjáleið þegar til lokunar kemur á þjóðvegi 1 vegna slysa eða náttúruhamfara. -gpp Lengi hefur verið kallað eftir viðhaldi á Meðallandsvegi. Frá Orlofsnefnd Árnes- og Rangárvallasýslu Orlof verður haldið dagana 7. -12. október að Hótel Borgarnesi í Borgarnesi. Konur eru beðnar um að greiða staðfestingargjald inn á reikning orlofsins fyrir 20. sept. Nafn orlofskonu fylgi sem skýring á greiðslu. Bankaupplýsingar: 0325 - 26 - 300902, kt. 590706 - 1590 . Vinsamlegast athugið staðsetningu og tíma á brottför: • Hvolsvöllur við Hlíðarenda – kl. 10.00 • Hella – bæjarskrifstofur/Olís – kl. 10.15 • Skeiðavegamót – kl. 10.35 • Selfoss við N1 – kl. 11.00 • Hveragerði – Sunnumörk – kl. 11.20 Konur skrái sig í rútuna og láti vita hvar þær muni taka rútu hjá eftirtöldum aðilum: sillasho@gmail.com - Sigurrós, sími 868 - 3160 oldubakki@simnet.is – Kristín, sími 487 - 8523/861 - 1774 orlofsnefnd@gmail.com - Anna, sími 896 - 6430 Vinsamlegast geymið auglýsinguna Orlofsnefnd Árnes – og Rangárvallasýslu Einbýlishús til leigu á Selfossi Á góðum stað á Selfossi er til leigu einbýlishús með bílskúr. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi. Húsið er mögulegt að afhenda 10. - 15. september. Áhugasamir sendi inn upplýsingar fyrir 9. september á netfangið sigrunjonasig@gmail.com L augardagskvöldið 22. september nk. fer fram lokahóf knattspyrnudeildar Umf. Selfoss í Hvíta húsinu. Þar munu konur og karlar í meistarflokki og 2. flokki fagna árangri sumarsins ásamt stuðningsmönnum. Að loknu borð- haldi og skemmtun munu drengirnir Í svörtum fötum leika fyrir dansi. Veislustjóri verður Auddi Blö. Forsala miða fer fram hjá Elísabetu í síma 899 2194 og Dóru í síma 864 2482. Fólk hvatt til að tryggja sér miða á skemmtilegt kvöld. Lokahóf knattspyrnu- deildar Selfoss Auðunn Blöndal verður veislustjóri. Fáðu tilboð í auglýsingapakka í blaðið og á vefinn! Hafðu samband Sími 482 1944 dfs@dfs.is

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz