2464

4 Miðvikudagur 29. ágúst 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Útgefandi: Dagskráin,Eyravegi25,800Selfoss, sími4821944, fax4822835 ,dagskrain@prentmet.is. Ritstjóriogblaðamaður: ÖrnGuðnason, sími8560672, orng@prentmet.is . Auglýsingar: KatlaHarðardóttir, sími4821944 ,katla@prentmet.is Dagskráinkemurútáhverjum miðvikudegi.Alltefniogauglýs- ingarberist íPrentmet,Eyravegi 25,Selfossi, fyrirhádegiámánu- dögum.Upplag9400eintök. Dreiftókeypis íallar sýsluraustan Hellisheiðar.Dagskráineraðiliað samtökumbæjar-oghéraðsfréttablaða. ISSN 1670-407X Svansmerkið, Prentgripur, 1041 0858 Ég ætla að skora á vin minn, Guðbrand R. Sigurðsson til að taka við keflinu og treysti ég á að hann bjóði mér í mat þegar hann prófar sig áfram með uppskriftina sem hann leggur til. Matgæðingar eru beðnir að senda á dagskrain@prentmet.is uppskrift ásamt mynd af sér eigi síðar en á sunnudegi. Matgæðingur vikunnar er Guðmundur Smári Jónsson. Ég þakka Guðjóni fyrir þessa áskorun, það kom fyrst upp í hugann einhver svaka flókin uppskrift en þar sem nauta- kjöt er í sérstöku uppáhaldi hjá mér þá er niðurstaðan frekar einföld grilluð nautalund með bakaðri kartöflu og bearnaise. Læt líka fylgja með uppskrift að gröfnu ærkjöti sem er frá- bær forréttur. Grafin ærlund 2 lundir 3 msk. gróft salt 1 msk. sykur 1 msk. svartur pipar 1 msk. rósapipar 2 msk. five peppers blanda 1 msk. timian 1 msk. basil Öllu kryddinu, sykrinum og saltinu blandað saman, kjöt- inu velt upp úr því og pakk- að síðan vel inn í álpappír og plastpoka og látið standa inni í kæliskáp yfir nótt. Kjötið skor- ið niður í örþunnar sneiðar og borið fram með piparsósu og snittubrauði. 4 stórar bökunarkartöflur vafn- ar inn í álpappír og settar á grillið í ca. 13 mín. á hvorri hlið. 1 kg nautalund Salt og pipar Gott er að byrja á að hreinsa lundina vel og vandlega, nudda síðan „dassi“ af salti og pipar vel á hana alla. Lundinni síðan skellt á sjóðandi heitan Weber í 2-3 mín. á hvorri hlið og látin malla á vægum hita þar til Sunnlenski matgæðingurinn heppilegum kjarnhita er náð eða 53°C fyrir minn smekk. Steikin er svo látin jafna sig í 10 mín. á borðinu. Bearnaise-sósa 4 stk. eggjarauður 250 gr. smjör 1-2 msk. bernaise essence 1 tsk. nautakraftur Estragon, salt og pipar Fersk steinselja Þeyta eggjarauðurnar vel saman með bearnaise-essence og nautakrafti, bræða smjör- ið við vægan hita. Smjörinu er síðan hellt rólega saman við eggjarauðurnar (hræra vel allan tímann á meðan verið er að hella smjörinu). Kryddað með estragoni, salti, pipar og ferskri steinselju. Nautalundin borin fram með bökuðu kartöflunni og berna- ise-sósunni. Gott er að hafa klípu af kryddsmjöri með kar- töflunni. Til að toppa þetta allt saman er gott að hafa flösku af Faustino 1 með steikinni. Við óskum eftir að fá til liðs við okkur börn sem fædd eru á árunum 2007-2010. Æfingar verða í kirkjunni á þriðjudögum kl. 16:15-17:15 og er fyrsta æfing 4. september nk. Starfið er mjög fjölbreytt og gjaldfrjálst. Nánari upplýsingar gefur Eyrún Jónasdóttir kórstjóri, sími 861 7385 eða á netfangið kalfholt@kalfholt.is. Barnakórastarf Selfosskirkju Þ ann 4. september nk. kl. 20:00 verður haldinn fundur í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Á fundinum verð- ur kynnt fyrirhugað ferðaþjón- ustuverkefni á Laugarvatni sem unnið hefur verið að í nokkur ár. Vinnuheiti þess framan af var Þjóðmenningarsetrið, en er nú Krikinn - þjóðmenningarsetur. Í nýsamþykktu aðalskipulagi Bláskógabyggðar, hefur skil- greiningu verið breytt á til- teknu svæði á Laugarvatni að frumkvæði þessa verkefnis, frá íbúðabyggð í svæði undir verslun og þjónustu. Svæð- ið sem um ræðir er sunnan Lyngdalsheiðarvegar og vest- an Laugarvatnsvegar, næst Lindarskógi. Erindi liggur nú fyrir sveitarstjórn um að úthluta svæðinu undir verkefnið. Gangi það eftir er jafnframt óskað eft- ir heimild sveitarstjórnar til að vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið sem unnin yrði án útgjalda fyrir sveitarfélagið. Á fundinum verður Krikinn - þjóðmenningarsetur, sem er afar metnaðarfullt og stórt verk- efni, ítarlega kynnt. Af því sem er fyrirhugað má nefna eftirfar- andi; ࠮ Jónshús, safnahús í bursta- bæjarstíl með nokkrar fastar sögusýningar, þar af ein sem yrði tileinkuð Laugvetningn- um Þorkeli Bjarnasyni sem var hrossræktarráðunautur BÍ um árabil. Kynningarfundur um Krikann þjóðmenningarsetur á Laugarvatni ࠮ Baðstofan, fjölnota salur þar sem ákveðin dagskrá verður í gangi, s.s. leikþættir, tón- listarviðburðir, fjölbreyttar kvöldvökur, starfsemi sem mun minna á Landnámssetr- ið m.a. ࠮ Skálinn, Hlaðan og Betri stofan eru vinnuheiti á þrem- ur ólíkum veitingastöðum og þá, Bjórstofan, fyrir krá. ࠮ Kaffihús, sjoppa, ferða- mannaverslun (lundabúð), upplýsingamiðstöð o.fl . ࠮ Skeifan, skeifulaga útitorg með torfveggjum er hafi upp á að bjóða bænda- og handverksmarkaði sem og margvíslegar uppákomur, skipulagðar sem óvæntar. ࠮ Urðarbrunnur, þar sem þær munu hafast við örlaganorn- irnar, Urður, Verðandi og Skuld. ࠮ Smáhýsi til útleigu, þjónustu- og starfsmannahús. ࠮ Húsdýragarður með land- námshúsdýrunum en jafn- framt megi þar finna land- nemana, ref og hreindýr. ࠮ Þá er ætlunin að bjóða upp á hestasýningar. Einnig hús- dýrasýningar að Nýsjálenskri fyrirmynd. ࠮ Í fyllingu tímans er gert ráð fyrir reiðhöll á svæðinu. ࠮ Rétt er að taka það fram, að uppbyggingin er hugsuð í áföngum. Markmið verkefnisins er að mannvirkin sem og starfsemin öll dragi dám af sterkri ímynd Laugarvatns, þ.e. þjóðleg og menningarleg sem og því að vera staðsett í einu blómlegasta land- búnaðarhéraði landsins. Með þessu verkefni gæti Laugarvatn breyst frá því að vera næstum bara gegnumkeyrslusvæði í virkilega spennandi áfangastað. Íbúar Bláskógabyggðar eru sérstaklega hvattir til að mæta og þá ekki hvað síst Laugvetn- ingar. Fundurinn er annars öll- um opinn. Kaffi, te, vatn og kleinur. Krikinn - þjóðmenningarsetur.

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz