2460

6 Miðvikudagur 1. ágúst 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Eyravegi 25 - Selfossi † Kæru ættingjar, vinir og allir þeir sem komu að leit og útför okkar elskulega sonar, bróður, mágs, barnabarns og frænda, Sigurjóns Valgeirs Hafsteinssonar Hellishólum 7, Selfossi. Það er ómetanlegur allur sá hlýhugur sem okkur hefur verið sýndur, sú aðstoð sem við höfum fengið vegna þessa hörmulega atburðar. Allar matarsendingarnar sem héldu okkur gangandi fyrstu vikurnar, heimsóknir, blómin, styrkirnir í minningarsjóðinn hans og svo mætti lengi telja. Sérstaklega viljum við þakka þeim Oddi Árnasyni og Guðbjörgu Arnardóttur fyrir allan þann andlega stuðning sem þau hafa veitt okkur með heimsóknum og hlýju. Við viljum benda á að þeir sem vilja minnast Sigurjóns Valgeirs er bent á að styrkja Björgunarsveitina eða Rauða krossinn í Árnessýslu. Megi Guð og góðir englar passa ykkur. Hafsteinn Jónsson Erla G. Sigurjónsdóttir Steinar Hafsteinsson Kristrún E. Harðard. Guðlaug S. Hafsteinsd. Sigurjón Þ.W. Friðrikss. Anna Rakel Steinarsd. Sigurjón Þ. Erlingsson Guðlaug Sigurðardóttir og aðrir aðstandendur. Bækur geta dregið mig í næturlangt ferðalag segir lestrarhesturinn Einar Bergmundur Einar Bergmundur hefur búið á Suðurlandi síðan 2007 bæði á Selfossi og í Hveragerði en býr núna við rætur Ing­ ólfsfjalls í Alviðru. Hann er fæddur vestur á Ísafirði en alinn upp að talsverðu leyti í Reykjavík. Stundaði nám við MS en fór í ljósmyndun til Svíþjóðar og vann um tíma við kvikmyndagerð. Síðustu áratugi hefur hann starfað sem forritari og hugbúnaðar­ hönnuður og hefur meðal annars unnið að vefnum Náttúran.is ásamt konu sinni Guðrúnu Tryggvadóttur myndlistarmanni. Hvaða bók ertu að lesa núna? Ég náði mér í Origin eftir Dan Brown í bókaveitunni Scribid og er aðeins að lesa í henni til að hvíla hugann frá öðrum við­ fangsefnum. Orðinn þreyttur á hasarnum í sjónvarpsþáttum sem ég horfi reyndar lítið á. Svo er ég með prentaðar bækur á náttborðinu, Stefnumót við alheiminn eftir Sigvalda Hjálm­ arsson, Þjónn verður leiðtogi eftir Robert K. Greenleaf í þýðingu Róberts Jack og Ljóð Inkans eftir Tupac – konung Inka í þýðingu sem Úlfur Ragnarsson gerði úr dönsku, sem ég gríp í eftir atvikum. Hvers konar bækur höfða til þín? Það er allur gangur á því, ég reyni í seinni tíð að velja mér eitthvað uppbyggilegt. Búinn að lesa nóg um hörmungar og hrakfarir. Svo les ég töluvert af fræðilegum texta um upp­ lýsingatækni, stjórnun og for­ ritun starfa minna vegna. Og til að flækja tilveruna þá laumaðist ég með annan fótinn í trúarbragðafræði við HÍ og því fylgir nú allnokkur lestur s.s. samtímasaga guðspjallanna ásamt kenningum og útlegg­ ingum. Einnig um önnur trúar­ brögð en kristni og sálfræði, Freud og Jung. Sumt meira að segja á hebresku. Það heldur heilanum virkum að takast á við nýjungar. Ekki má gleyma músíklitteratúrnum, óperum og ljóðasöngvum, þar liggur fjársjóður sem almennt er kannski ekki tengdur við lestur en er vel þess virði. Varstu alinn upp við bóklestur? Ég var alinn upp við lestur og góðar bækur, las mikið sem barn og unglingur. Las grísku leik­ ritin og kviðurnar sem táningur, sumt á ensku og það sem fékkst á íslensku. Bob Moran, Tom Swift og Enit Blyton bækurnar að sjálfsögðu sem krakki. Marga árganga af Anders And & Co á dönsku. Stundum heyrði ég útundan mér að mæður áttu tal saman og höfðu áhyggjur af því að við krakkarnir værum bara „alltaf á kafi í bókum“. Nú eru það tölvurnar. En það er með þær eins ogbækur; viðfangsefnið getur verið gott eða slæmt, það er ekki miðillinn sem ákvarðar það. Hvernig myndir þú lýsa lestrarvenjum þínum? Þær eru misjafnar eftir aðstæðum. Þegar mikið liggur við vegna starfa og náms verður lestrar­ hesturinn latur við af­ þreyingu og fagurbók­ menntir utan ramma viðfangsefnanna. Þá gríp ég stundum í hljóðbækur til að hvíla augun og athyglina. Gott að líða bara um með sögu­ þræðinum án þess að þurfa að standa skil á öllumupplýsingum. Ég er kannski meiri lestrarjálkur en lestrarhestur í seinni tíð en las áður fyrr allt sem fyrir augu bar. Starf mitt sem tölvunar­ fræðingur krefst stöðugrar uppfærslu á sífelldum nýjungum á þeim vettvangi og þess vegna get ég notið hvíldar í fornum ritum sem breytast hægt en þó fylgja þeim nýjar túlkanir og rannsóknir sem opna endalausan heim vangaveltna og hugmynda. Einhver uppáhaldshöfundur? Nei, enginn sérstakur. Margir hafa margt gott fram að færa hver á sínu sviði. Þó eru það helst þeir sem hafa séð í gegnum mannskepnuna og getað skrifað mögnuð verk um breyskleika okkar og tilfinninganna. Þar koma gömlu grikkirnir sterkt inn, Halldór Laxness, Jakobína Sigurðardóttir, Svava Jakobs og Jökull, Thor, Gyrðir, Hallgrímur og Sjón. Ibsen, Strindberg og Rússarnir Chekhov og Tolstoy. Og ekki síst vísindaskáldsagna­ höfundurinn Douglas Adams. Hefur bók rænt þig svefni? Vil nú ekki segja að þær fjöl­ mörgu bækur sem hafi haldið mér vakandi til síðustu síðu hafi rænt mig svefni. Frekar að þær hafi dregið mig á næturlangt ferðalag. Sem vissulega hefur á stundum skilað mér þreyttum í dagsins önn, en sáttum og ögn ríkari af reynslu annarra. Hvernig bækur myndir þú skrifa ef þú værir rithöfundur? Það er ekki gott að segja, stund­ um hefur mig langað að hnoða saman skáldsögu. Gerði reyndar uppköst að nokkrum leikritum og kvikmyndum hér á yngri árum sem ekkert varð úr. Gæti samt hugsað mér að taka það upp aftur ef aðstæður leyfa. Svo hefur mér stundum dottið í hug að fikra mig að fræðilegum texta og fikt mitt við trúrabragðafræði er líklega rótarangi á því sviði. Nenni varla að skrifa um forritun og slíka tækni því úrelding er svo hröð á þeim vettvangi, nema þá út frá mannlegum þáttum, viðmóti, sálfræði og sammann­ legum skilningi. En hver veit? Einar Bergmundur. Flóaljós óskar eftir tilboðum í verkið: Nýlögn ljósleiðara 2018 – 2019. Verkið felur í sér plægingu á ljósleiðara­ rörum um Flóahrepp og blástur ljósleiðara í rörin. Tengingu við hús í Flóahreppi og tengimiðju. Helstu magntölur eru: • Plægðir metrar 180.000 • Blásnir metrar 200.000 • Fjöldi tengistaða 250 stk • Fjöldi tengiskápa og brunna 108 stk Útboðsgögn verður hægt að fá rafrænt eftir 31. júlí 2018 með því að senda tölvupóst á borkur@frostverk.is . Tilboð verða opnuð á skrifstofu Flóahrepps, Þingborg 800 Selfoss þriðjudaginn 21. ágúst 2018 kl. 11. Útboð Nýlögn ljósleiðara 2018 - 2019

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz